is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19475

Titill: 
  • Okkar á milli - endalok einkasamtalsins. Ótti, eftirlit og völd í upplýsingaöflun á 21. öldinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir kenningum franska heimspekingsins Michel Foucault (1926-1984) um tengsl eftirlits og valda. Til að varpa ljósi á kenningar sínar gerir Foucault grein fyrir tegund fangelsis sem hann nefnir Alsjána en með henni má hafa eftirlit með stórum hóp fanga og þar með stjórn á þeim með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.
    Í fræðum Foucault má finna góða lýsingu á þeim völdum sem eftirlit hefur yfir fólki. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er stuttlega gerð grein fyrir því fræðasamfélagi sem hugmyndir Foucaults mótast í. Litið er til kenninga Foucaults um Alsjána og lífvald og leitast við að setja þær í samhengi við hræringar í upplýsingasamfélagi nútímans. Í ritgerðinni er reynt að tengja eftirlit og njósnir núverandi yfirvalda við alsæishyggju Foucaults. Til þess eru atburðir sumarsins 2013 raktir stuttlega þegar Edward Snowden með hjálp Glenn Greenwalds kom upp um net hnattrænna eftirlitsáætlana sem notaðar eru til að safna upplýsingum um fólk. Tekin eru dæmi til stuðnings um áhrifin sem aukið eftirlit og skráning rafrænna gagna hefur á fólk og gerð tilraun til þess að gera heimspekilega greiningu á eftirlitinu og setja það í samhengi við Alsjá Foucault og valdið sem virðist vera alltumlykjandi.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrynjaHuldÓskarsdóttir_Okkarámilli_Endalokeinkasamtalsins.pdf628.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna