is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19477

Titill: 
  • Reynslan vísar veginn : ígrundun leikskólakennara til að starfa í samræmi við eigin lífsviðhorf og gildi og efla leiðtogahlutverk sitt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar er að bæta starfshætti með því að draga fram gildi mín í starfi sem leikskólakennari, þeim gildum sem ég vil fylgja í mínu starfi sem leikskólakennari og sem leiðtogi. Í þeirri leit byrja ég á því að skoða upphafið; hvaðan ég kem og hvernig gildin mín hafa mótast af bernsku minni. Ég ígrunda starf mitt með því að líta til baka, skoða mig í starfi og þær tilfinningar sem upp koma í ólíkum aðstæðum. Ég finn fyrir þörf til að skilgreina mig í starfi og finna á ný kraft til að efla þekkingu mína og færni. Ég hafði upplifað starfið eins og það stæði í vegi fyrir mér, upplifði ákveðnar hindranir og í stað þess að hverfa fylgdu þær mér í nokkurn tíma áður en ég ákvað að bregðast við þeim.
    Ég fann fyrir ákveðnum krafti við lestur fræðanna. Í kenningum John Dewey fann ég samhljóm við grunngildi mín sem og þær áherslur sem ég vil byggja mitt starf upp á. Amanda Sinclair hafði einnig áhrif á mig með kenningum sínar um leiðtoga og í gegnum kenningar þeirra beggja upplifði ég það sem ég vil standa fyrir í mínu starfi.
    Leið árinnar frá uppsprettu að ósi er líking sem ég styðst við þegar ég leitaði að gildum mínum í starfi. Það hjálpaði mér að sjá ferlið myndrænt, gerði það meira lifandi. Helstu niðurstöður gefa til kynna að þau gildi sem skína hvað best í gegnum reynslu mína í starfi eru gildin, umhyggja, virðing, þátttaka og frelsi. Og með öryggi mínu og hugrekki til kennslu finn ég hvernig ég sem leikskólakennari og leiðtogi fyllist krafti til að vinna að heilindum í því samfélagi sem leikskólinn myndar hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elfa Birkisdóttir.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna