is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19479

Titill: 
  • Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og hverjar eru mögulegar úrlausnir þeirra?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu hindranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu hans og mögulegar úrlausnir þeirra. Viðtöl voru tekin við Gísla Gíslason hjá Even og Brynjar
    Elfsen vörumerkjastjóra BL, ástæða fyrir viðtölum við þessa menn er að Even og BL eru helstu innflutnings og söluaðilar rafbíla á Íslandi. Einnig var gerð könnun á viðhorfi almennings í garð rafbíla. Bornar voru saman þær ívilnanir sem rafbílar og eigendur þeirra njóta bæði á Íslandi og erlendis, helst í Noregi þar sem Noregur er leiðandi í rafbílavæðingu á
    heimsvísu.
    Helstu niðurstöður eru að helsta hindrun rafbílavæðingar er þekkingaleysi fólks á eiginleikum þeirra og virkni. Einnig að skortur er á opinberri stefnu yfirvalda hvað varðar rafbílavæðingu og markmiðasetningu. Mikil óvissa er um framtíð og þróun rafbíla sem og verði þeirra þar sem lög um niðurfellingu á virðisaukaskatti hafa bara verið sett og framlengd um eitt ár í einu.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf1,33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna