Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1948
Guðmundur Guðmundsson, Erró, ólst upp á Kirkjubæjarklaustri hjá móður sinni og fósturföður. Eftir gagnfræðanám í Reykjavík hóf hann myndlistarnám í Handíða- og myndlistarskólanum. Að því loknu nam hann við Listaakademíuna í Ósló í tvö ár og síðan við Listaakademíuna í Flórens. Hann hefur ætíð verið afkastamikill listamaður en til marks um það hefur hann gefið Listasafni Reykjavíkur um þrjúþúsund verka sinna. Auk þess hefur hann haldið myndlistarsýningar um allan heim. Í seinni tíð hafa teiknimyndir verið áberandi í listsköpun hans. Ofurhetjur á borð við Captain America, Red Sonja, Silver Surfer, Superman og Wonder Woman prýða fjölmörg verka hans. Hetjurnar er að finna í amerískum teiknimyndasögum sem hafa átt miklum vinsældum að fagna. Gífurlegrar fjölbreytni gætir í verkum hans og tilvalið er að nýta þau í myndlistarkennslu grunnskóla hvort sem fjalla eigi um teiknimyndir, popplist, myndbyggingu, aðferðir eða listamanninn sjálfan.
Lykilorð: Grunnskólakennsla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Erró í grunnskólakennslu.pdf | 5,25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |