is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19481

Titill: 
 • „Hún hefur gengið rosalega hægt“ : reynsla stjórnenda af innleiðingu framhaldsskólalaga frá 2008
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Frá árinu 2008 hafa íslenskir framhaldsskólar unnið að innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Á tímabilinu hefur margt breyst í þjóðfélaginu og er efnahagshrunið vafalaust það sem hefur haft hvað mest áhrif á breytingarnar og vegna þess var gildistöku laganna frestað til 2015. Því er áhugavert að gefa stjórnendum færi á að miðla af reynslu sinni á innleiðingunni og hvernig hún hefur gengið. Rannsóknarspurningar mínar eru: Hver er reynsla stjórnenda í mismunandi framhaldsskólum af framhaldsskólalögum frá 2008 og af innleiðingu þeirra almennt? Hvaða tækifæri og hindranir sjá þeir í lögunum? Hafa þeir upplifað andstöðu við lögin og innleiðingu þeirra? Ef svo er þá frá hverjum? Hvernig hefur reynsla þeirra samræmst almennum leiðbeiningum breytingastjórnunar? Rannsóknin er eigindleg og byggist á hálfopnum viðtölum sem tekin voru haustið 2013. Sjö stjórnendur úr jafnmörgum framhaldsskólum tóku þátt í rannsókninni. Þeir hafa frá sex til tuttugu og átta ára stjórnunarreynslu
  Niðurstöður benda til þess að stjórnendur framhaldsskóla líti afar jákvæðum augum á framhaldsskólalögin frá 2008. Allir eiga þeir það sammerkt að líta á þau sem gott tækifæri til þess að gera nauðsynlegar breytingar á skólastarfinu. Hins vegar hafa þeir skiptar skoðanir á innleiðingu laganna. Tveir stjórnendanna hafa jákvæða upplifun af innleiðingunni og einn hefur nokkuð jákvæða upplifun. Tveir hafa skiptar skoðanir á henni en tveir hafa alls ekki jákvæða upplifun af henni. Stjórnendurnir sjá ekki neinar hindranir í lögunum miklu frekar í innleiðingunni. Allir stjórnendurnir sögðust þekkja til kenninga í breytingastjórnun en þó í mismiklum mæli og hafa allir nema einn nýtt sér þær kenningar en að sama skapi mismikið. Enginn stjórnendanna hefur upplifað verulega andstöðu við breytingarnar þó að hún finnist í einhverjum mæli í öllum skólunum. Andstaðan er fyrst og fremst meðal kennara og er óháð skólunum sem þeir kenna í eða staðsetningu þeirra. Þessi andstaða hefur verið vegna fjármagnsskorts og aukist síðustu misseri vegna baráttu kennara fyrir bættum launakjörum.
  Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að menntayfirvöld þurfi að huga betur að framkvæmdinni þegar innleiða á ný lög. Þá virðist ganga betur að innleiða lögin í þeim skólum þar sem stjórnendur hafa farið eftir kenningum í breytingastjórnun. Einn lærdómur af þessari ritgerð er að fræðsla til stjórnenda um breytingastjórnun er æskileg og gæti auðveldað innleiðingu á eins umfangsmiklum breytingum og framhaldsskólalögin frá 2008 kalla á.

 • “It has progressed very slowly” : Administrators’ Experiences of the Implementation of Upper Secondary School Laws from 2008
  Since 2008, Icelandic Upper Secondary schools have been working at implementing an act on Upper Secondary school from 2008. During this time period, several things have changed in Iceland; without a doubt the financial crisis having the greatest impact on society, leading to the postponement of the ratification of the laws to 2015. Therefore it is interesting to explore the experience of the administrators on how this implementation has progressed. My research questions are: How do administrators from different Upper Secondary schools view the acts from 2008 and their implementation in general? What opportunities and obstacles do they see in the act on Upper Secondary school from 2008? Have administrators experienced resistance to the act itself and its implementation? If so, from whom? Have their experiences been compatible with the general guidelines and changed management?
  The research is qualitative and based on semi-open interviews conducted in the autumn of 2013. Seven administrators from as many Upper Secondary schools participated in this research. Their managerial experience stretches from six to 28 years.
  The research results indicate that Upper Secondary school administrators are rather positive towards the Upper Secondary school laws from 2008. All of the administrators regard it as a good opportunity to make the necessary changes to the educational process. On the other hand, their opinions differ on the implementation of the laws. Two of the administrators have had a positive experience of the implementation and one a reasonably positive experience. Two of the administrators have differing opinions and two have had a negative experience of the implementation. Administrators do not see any obstacles in the laws themselves, much rather in the implementation of them. All the administrators claim to have knowledge of transitional management theories, though on different levels. All of them, exept one claim to have used this knowledge, but once again at differing levels. No administrator has experienced great resistance to these changes, although it does exist in some form in most schools mostly from teachers and regardless of the type or the location of the Upper Secondary school in question. This resistance is due to lack of funding and has recently increased because of a greater emphasis on the improvement of teachers’ salaries.
  It can be concluded from the results of this research that the Ministry of Education need to consider practical operations when a new act is being implemented. The implementation appears to progress better in schools where the administrators follow certain theories in transitional management. One lesson that can be learned from this thesis is that the education of administrators on principles of transitional management is desirable and that it could simplify the implementation of such extensive changes as are required by the act on Upper Secondary school from 2008.

Samþykkt: 
 • 3.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd Berglind Axelsdóttir.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna