is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19482

Titill: 
 • Er kertið þitt að brenna út skólastjóri? : kulnun grunn- og leikskólastjóra
 • Titill er á ensku Is your candle burning out principal? “Burnout“, primary and preschool principals
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessari ritgerð var að skoða hvort grunn– og leikskólastjórar á Íslandi upplifi kulnun (e. burnout) í starfi. Fjallað er um hugtakið kulnun og þá þætti sem valda því að einkenni hennar koma fram. Kannað var hvort skólastjórar upplifi persónutengda kulnun, starfstengda kulnun eða kulnun tengda skjólstæðingum sem hjá skólastjórum tengist samstarfi við nemendur, foreldra eða starfsfólk. Skoðað var hvort ákveðnir bakgrunns þættir eins og kyn, aldur, starfsaldur, menntun og starfsandi hefðu áhrif á upplifaða kulnun.
  Til að nálgast rannsóknarspurningarnar var notast við kulnunarmælikvarðann „Copenhagen Burnout Inventory“. Þar sem birtingarform kulnunar er persónubundið var kannað hvort hún birtist á einum, tveimur eða þremur mælikvörðum. Spurningalisti var sendur út með tölvupósti til allra skráðra grunnskólastjóra hjá Skólastjórafélagi Íslands, samtals 165 einstaklinga og leikskólastjóra hjá Félagi stjórnenda leikskóla, samtals 214 einstaklinga. Alls svöruðu um 50% skólastjóra á hvoru skólastigi fyrir sig.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til þess að marktækur munur sé á svörum grunn– og leikskólastjóra þegar kulnunarmælikvarðar og sumar bakgrunnsbreytur eru bornar saman. Persónutengd kulnun greindist hjá 13% grunnskólastjóra og 24% leikskólastjóra, 15% grunnskólastjóra og 28% leikskólastjóra upplifðu kulnun sem tengdist starfi þeirra sem skólastjórar og 16% grunnskólastjóra og 29% leikskólastjóra upplifðu kulnun sem tengdist starfsfólki. Engin kulnun mældist tengd nemendum hjá 79% skólastjóra og 63% upplifðu enga kulnun tengda foreldrum. Enginn marktækur munur var eftir bakgrunni á sumum af kulnunarmælikvörðunum en fylgni var á milli starfsanda og kulnunarmælikvarðanna.
  Fara verður varlega í að að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar en þær eru þó nokkuð mikilvægar fyrir fagstéttina og allra sem koma að skólasamfélaginu. Almennt má túlka niðurstöður þannig að mikilvægt sé að hlúa vel að skólastjórum til að fyrirbyggja kulnun.

 • The aim of this thesis is to examine whether primary and preschool principals in Iceland experience burnout. The concept of burnout and the factors that cause the symptoms are discussed. Surveys were done and studied on whether principals experience personal burnout, work–related burnout or client–related burnout, which relate to the principals case, in collaboration with students, parents or staff. I studied whether certain background factors, such as gender, age, seniority, education and school climate would have an effect on perceived burnout.
  Approaching the research questions, I used the burnout measure from Copenhagen´s Burnout Inventory. Since the manifestation of burnout is personal, I examined whether it appears on one, two or three measures. A questionnaire was sent out via email to all registered primary principals in Skólastjórafélagi Íslands, totaling 165 individuals and Félagi stjórnenda leikskóla, totaling 214 individuals. The response rate was 50% for both groups.
  The results suggest, among other things, that a significant difference exists between primary and preschool principals when burnout measures and some background variables are compared. In event of personal burnout, 13% of the primary principals and 24% of the preschool principals experienced burnout, 15% of primary principals and 28% preschool principals experienced burnout associated with their work and 16% of primary principals and 29% preschool principals experienced burnout related to staff. About 79% principals had no signs of burnout related to students and 63% experiencing no burnout related to parents. There were no significant differences between some variables and burnout measures, moreover there was a correlation between school climate and some burnout measures.
  We should be careful in generalizing from the results of the study, but the results are of some importance for the profession and the school community in whole. In general, it is important to support school principals to prevent occupational burnout.

Samþykkt: 
 • 3.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kulnun grunn- og leikskólastjóra.pdf859.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna