is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19485

Titill: 
 • „Ég er búin að vera peð svo lengi ...“ : tilviksrannsókn á námi tveggja fullorðinna kvenna með mikla námserfiðleika
 • Titill er á ensku „I was just a pawn for so long ...“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginefni lokaverkefnisins byggist á eigindlegri rannsókn, svonefndri tilviks¬rannsókn, á námi tveggja fullorðinna kvenna sem greindar eru með mikla náms¬erfiðleika. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig þeim farnaðist í námi í fram¬halds¬skóla og áhrif þess á sjálfsvitund þeirra og sjálf-straust.
  Konurnar ganga hér undir nöfnunum Aníta og Magnea. Kannaðir voru ýmsir þættir í tengslum við nám þeirra, s.s. reynslu af námi í framhaldsskóla og hvort hún var sambærileg reynslu þeirra í grunnskóla. Þá var skoðað hvort og hvaða hindranir urðu á vegi þeirra í námi við framhaldsskóla, hvaða fög voru erfið og/eða auðveld og ástæður þess, og hversu mikinn stuðning þær töldu sig þurfa til að ljúka námi. Ennfremur var athugað hvort tillit var tekið til námserfiðleika þeirra á meðan á námi stóð og hvort þær teldu að sjálfsvitund og sjálfsöryggi þeirra hefði styrkst á námstímabilinu.
  Til að leita svara við rannsóknarspurningum voru tekin hálfopin viðtöl við konurnar. Þær og rannsakandi héldu dagbækur á meðan á rannsókninni stóð og funduðu að jafnaði einu sinni í viku. Á fundunum tók rannsakandi viðtöl við þátttakendur, fór í gegnum námsefni og aðstoðaði með ýmsu móti. Konurnar fengu samfylgd í skóla, upplestur og aðstoð í prófum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru eftirfarandi: Líðan kvennanna var oftast góð í framhaldsskólanum og gjörólík líðan í grunnskóla. Viðmót kennara og samnemenda var gott, en með undantekningum. Flestir kennarar vildu að¬stoða en virtust hvorki þekkja leiðir né lausnir. Námsefni þótti þeim mjög misjafnt og skipti útlit, hönnun og aðgangur að hljóðbókum miklu máli. Kennsluaðferðir kennara fannst þeim einhæfar og reynast frekar illa. Heimanám var þeim afar erfitt og tímafrekt og þurftu þær mikinn stuðning. Próf voru þeim kvíðvænleg og orðskilningur þeirra lítill. Konurnar töldu báðar að sjálfsvitund og sjálfstraust hefði aukist til muna á námstímabilinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The main content of this study is based on qualitative research, a case study of two adult women who are diagnosed with severe learning disabilities. The aim of the study was to explore how persons with learning disabilities fare in secondary school and how it affects their self–esteem and self–efficacy.
  The women have the pseudonyms Aníta and Magnea. Various factors were examined in relation to their learning, for example, if their learning experiences at high school were comparable to their experiences in elemen¬tary school. They were asked about difficulties they met in school; what subjects were difficult and/or easy and the reason why; and, how much support they thought they needed to be able to graduate. Further-more, they were asked how much learning assistance they received at school and, if they thought their self–esteem and self–efficacy had in-creased during the research period.
  To answer the research questions data was collected through half open interviews. The researcher and the participants kept diaries during the research period and met approximately once every week. In these meetings, interviews were conducted with the participants and assistance was offered with homework or with various practical issues related to school. The women were accompanied to class if required and also accompanied to exams where the researcher assisted with reading. The main findings of the study were that the well–being of the women was often quite good in high school and completely different to their well–being in elementary school. The attitude of teachers and classmates was good but with exceptions. Most teachers wanted to assist but it seemed as they did not know how to help. The participants reported that what was of great importance for their learning was diverse material, book design and the kind of fonts used and accessibility to audio books. They found most of the teaching methods simple, monotone and consist of teachers lectures. Homework was extremely difficult, very time consuming and they needed much support. Both women had test anxiety and limited vocabulary. During the research period both reported that their self–esteem and self–efficacy had increased significantly.

Samþykkt: 
 • 3.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniGB. M.Ed..lokaskjal.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna