is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19492

Titill: 
  • Samanburður á viðhorfi, ímynd og vörumerkjavitund neytenda til vörumerkja lágvöruverðsverslana annars vegar og vörumerkja útivistarfatnaðar hins vegar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu var kannað hvernig viðhorf, ímynd og vörumerkjavitund er mismunandi á milli vörumerkja lágvöruverðsverslana annars vegar og vörumerkja útivistarfatnaðar hins vegar. Til að skoða mismun á vörumerkjum þessara ólíku geira voru valin tvö vörumerki úr hvorum geira fyrir sig og þau greind. Einnig var kannað hvort munur væri á viðhorfi, ímynd og vörumerkjavitund innan sama geira og hvernig staðfærsla vörumerkjanna skilaði sér inn í huga neytenda, það var gert út frá bakgrunnsbreytunum kyni, aldri og menntun. Rannsóknin var meðal annars gerð með vörumerkjarýni (Collins, 2002). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þátttakendum datt helst í hug vörumerkin Bónus (62,4%) og Krónan (11%) þegar hugsað var til vörumerkja lágvöruverðsverslana. Flestum þátttakendum datt helst í hug vörumerkin 66°Norður (46,8%) og Cintamani (20,6%) þegar þeir hugsuðu til vörumerkja útivistarfatnaðar. Þessi fjögur vörumerki, Bónus, Krónan, 66°Norður og Cintamani voru einmitt þau sem rannsakendur ákváðu að greina. Helsti munur á viðhorfi, ímynd og vörumerkjavitund á milli geiranna tveggja, sást á því að vörumerki útivistarfatnaðar voru frekar tengd við gæði, kröfur og hátt verð. Vörumerki lágvöruverðsverslananna voru frekar tengd við lág verð, góða ímynd, peningana virði, traust, breitt vöruúrval og góða reynslu af vörumerkinu. Þegar bakgrunnsbreyturnar kyn og menntun voru skoðaðar kom í ljós að ákveðnir menntunar hópar sækjast í ákveðin vörumerki, sem aðrir menntunar hópar eru lítið fyrir. Í vörumerkjum útivistarfatnaðar var mestur munur innan þess hóps sem lokið hafði grunnskólamenntun, en þar svöruðu karlar þveröfugt við konur. Karlar með grunnskólamenntun völdu frekar 66°Norður en konur með grunnskólamenntun völdu heldur Cintamani. Í vörumerkjum lágvöruverðsverslana var mesti munurinn meðal þeirra sem lokið höfðu grunnnámi í háskóla. Í þeim hópi völdu allir karlarnir, fyrir utan einn, Bónus. Konur völdu Bónus oftar en Krónuna en svör þeirra voru mun dreifðari en karlanna. Því má álykta að val kynjanna sé ólíkt eftir mismunandi menntun.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this final project is to research whether differences are between attitudes, image and brand awareness, between brands in retail marketing and brands in outdoor clothing. To examine the differences between these two sectors, two brands from each sector were selected and analyzed. The differences in attitude, image and brand awareness within the same sector, and how positioning of the brands resulted in the mind of the consumer were also examined. Results were examined with three background variables; gender, age and education. The study includes brand audit (Collins, 2002). Results showed that participants thought ideally about the brands Bónus (62,4%) and Krónan (11,0%) when they thought of brands in retail marketing. Most participants thought about the brands 66°North (46,8%) and Cintamani (20,6%) when they thought of outdoor clothing brands. Researchers had decided to analyze these four brands, Bónus, Krónan, 66°North and Cintamani. The results showed that the main difference in attitude, image and brand awareness between the two sectors, was that outdoor clothing brands were linked to quality, standards and high prices but retail marketing brands were linked to low prices, good image, value for money, trust, wide product range and good experience. When background variables, gender and education were examined, result showed that certain education groups are pursuing brands that other education groups are not pursuing. The most differences within brands of outdoor clothing, where within the group that had completed primary education, men responded the opposite to women. Men who had completed primary education rather answered 66°North but women who had completed primary education rather answered Cintamani. In the brands of retail markets the most differences was within the group that had completed undergraduate college. In that group all the men except one, answered Bónus. Women answered Bónus more often than Krónan but their answers were much more distributed than the men‘s group. Therefore, it can be concluded that the choice of the genders is different from different education.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSC PDF lokaskjal senda.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna