Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19493
Frá árinu 2004 þegar fjármálastofnanir hófu að veita 100% lán til fasteignakaupa, og allt til ársins 2008 þegar hrun varð á fasteignamarkaði, hækkaði fasteignaverð verulega að raungildi, eða um 11%. Árið 2008 kom skellur, fasteignaverð lækkaði mikið og margir fasteignaeigendur lentu í vandræðum. Fasteignaverð fer nú hækkandi á ný, og er fasteignamarkaðurinn með breyttu móti. Séreignastefnan er á undanhaldi og leigumarkaðurinn á Íslandi er að eflast mikið. Aukin þátttaka fasteignafélaga á fasteignamarkaði og leigumarkaði hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif, og í þessari ritgerð eru áhrif þátttöku þessara félaga á verðmyndun á fasteignamarkaði skoðuð. Segja má að leigumarkaðurinn sé í raun afleiðing fasteignamarkaðarins. Framboð fasteigna á fasteignamarkaði þarf að vera til staðar, sem og eftirspurn eftir fasteignum. Fasteignafélög eru að koma inn á fasteignamarkað í auknum mæli og afleiðing þess er meira framboð fasteigna á leigumarkaði. Eftirspurn eftir fasteignum á leigumarkaði fer vaxandi því einstaklingar eiga erfiðara með að fjármagna fasteignakaup eftir hrun.
Niðurstöður megindlegar rannsóknar sem gerð var á Íslendingum til að kanna viðhorf þeirra til fasteignafélaga gefa til kynna að traust til fasteignafélaga sé gott og að leigjendur á markaði fagni þátttöku þeirra á fasteignamarkaði. Hins vegar telja margir fasteignafélögin hafa neikvæð áhrif á verðmyndun fasteigna en lögmál framboðar og eftirspurnar segir okkur að aukin eftirspurn hækkar fasteignaverð til skamms tíma, á meðan markaðurinn er að bregðast við aukningunni með nýbyggingum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fasteignafélög á Íslandi.pdf | 2,46 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |