is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19495

Titill: 
  • Kynfræðsla er ekkert feimnismál : viðhorf lífsleiknikennara og nemenda í framhaldsskólum til kynfræðslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á framhaldsskólaárunum eiga miklar breytingar sér stað hjá unglingum, bæði líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar. Því er nauðsynlegt að þeir hafi aðgang að góðri fræðslu og ráðgjöf sem hjálpa þeim að takast á við breytingarnar. Rannsóknir sýna að með markvissri og viðeigandi kynfræðslu er hægt að aðstoða unglinga við að móta viðhorf sín og gildi og nýta sér þau til að taka upplýsta ákvörðun áður en þeir stunda kynlíf. Unglingar á Íslandi hafa gagnrýnt kynfræðslu sem þeir hafa fengið og einna helst fyrir það hversu vandamálamiðuð hún er. Kynfræðsla er ekki lögbundin skylda í framhaldsskólum á Íslandi og því hafa viðhorf kennara mikið að segja um það hvort slík fræðsla eigi sér stað. Rannsóknir hafa sýnt að undirbúningur kennara, þjálfun og reynsla hefur áhrif á viðhorf þeirra. Tilgangur ritgerðarinnar var að kanna viðhorf lífsleiknikennara og nemenda í framhaldsskólum á Íslandi til kynfræðslu og hvort samsvörun væri á milli viðhorfa þeirra. Einnig var kannað hvort kennarar telja sig nógu vel í stakk búna til að veita þessa fræðslu. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga sem geri það kleift að leita mögulegra leiða svo bæta megi kynfræðslu í samræmi við óskir nemenda og kennara og gera hana markvissari. Við rannsóknarvinnu var notast við spurningalista sem lagðir voru fyrir úrtak nemenda og lífsleiknikennara í framhaldsskólum landsins. Niðurstöður sýndu að nemendur og kennarar voru í grundvallaratriðum með svipuð viðhorf og telja báðir hópar mikilvægt að kynfræðsla fari fram í framhaldsskólum. Fleiri nemendum en kennurum fannst of litlum tíma varið í kynfræðslu í dag og var Ástráður (forvarnafélag læknanema) sá aðili sem flestir nemendur og kennarar töldu eiga að sjá um fræðsluna. Fjölbreyttar kennsluaðferðir virðast höfða til beggja hópa og voru ýmsar aðferðir taldar henta vel við kynfræðslu. Klám var sá þáttur sem hlutfallslega flestir nemendur töldu léttvægt að fræðast um en flestir töldu fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir, fóstureyðingar og kynferðislegt ofbeldi mikilvæga.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynfræðsla er ekkert feimnismál.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna