is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/195

Titill: 
  • ICF : þekking og viðhorf stjórnsýslu á Íslandi: rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Mikil umræða er um fjölgun öryrkja á Íslandi á undan förnum árum. Ástæða er til að
    velta fyrir sér hvort markvissari skráning og aðferðir við mat á færni einstaklinga geti
    varpað skýrara ljósi á þessar aðstæður. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefur út kerfi
    til að flokka og skrá upplýsingar um heilsufar fólks og heilbrigðisþjónustu. Síðasta
    kerfið sem stofnunin gaf úr er International Classification of Function, Disability and
    Health (ICF). ICF er flokkunar- og kóðunarkerfi sem gerir staðlaða skráningu á
    heilsutengdri færni og fötlun mögulega og lýsir þessum fyrirbærum frá ólíkum
    sjónarhornum. Útbreiðsla á ICF er víðtæk og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
    hvatt aðildarlönd sín til að nota kerfið í skipulagningu á heilbrigðisþjónustu, mati og
    kostnaðargreiningu. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna þekkingu
    stjórnsýsluaðila á ICF og viðhorf þeirra til innleiðingar kerfisins hér á landi.
    Stjórnsýsluaðilar eru starfsmenn æðstu stofnana innan stjórnsýslu sem bera ábyrgð á
    og koma að málefnum fatlaðra, en þessar stofnanir eru heilbrigðis- og
    tryggingamálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og landlæknisembættRannsóknar-
    aðferðin verður lýsandi megindleg spurningarkönnun og verður könnunin gerð á
    netinu. Þátttakendur verða valdir með hentugleikaúrtaki í samvinnu við yfirmenn
    ofannefndra stofnana. Gögnin verða færð inn í tölfræðiforrit og greind með lýsandi
    tölfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast til að skipuleggja kynningu á ICF
    og innleiðingu þess á Íslandi.
    Lykilorð: ICF, færni, fötlun, stjórnsýsla.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
icf.pdf186.79 kBTakmarkaðurICF - heildPDF
icf_e.pdf26.75 kBOpinnICF - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
icf_u.pdf29.88 kBOpinnICF - útdrátturPDFSkoða/Opna
icf_h.pdf39.25 kBOpinnICF - heimildaskráPDFSkoða/Opna