Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19501
Selling Software-as-a-Service increases the need for continuously monitoring customer service level and system usage overview. Such monitoring in large scale enterprise environment needs to be scalable, and thus we need an alternative to human resource demanding qualitative user methods.
As a step on the way to such monitoring, our goal is to create models that provide metrics for comparison and evaluation of enterprise customers during the period immediately following software integration, to be used by enterprise software vendors.
We use real data as a basis of our analysis; anonymised audit logs from the CoreData Enterprise Content Management software. We perform descriptive analysis based on statistical analysis and predictive analysis using machine learning methods.
The results are a series of metrics that can be used to understand customer composition, system usage and behavior during the period after implementation, the adoption period.
We conclude that the audit logs can be used for such analysis.
Áskriftarsala á hugbúnaði (SaaS) er vaxandi innan hugbúnaðargeirans og hvetur söluaðila hugbúnaðar til að fylgjast með kerfisnotkun og ánægju viðskiptavina til að rækta viðskiptasambandið. Þó notendarannsóknir á ánægju séu mikið stundaðar með eigindlegum rannsóknaraðferðum, henta slíkar aðferðir síður til að gefa yfirsýn yfir kerfisnotkun þegar um er að ræða svo stór þýði þar sem krafa um sjálfvirka vöktun er mikil.
Við mótum megindlegar rannsóknaraðferðir til að veita innsýn í kerfisnotkun hjá fyrirtækjaviðskiptavinum hugbúnaðarkerfa. Tölfræðilegum aðferðum er beitt til að móta matsaðferðir á kerfisnotkun fyrirtækjaviðskiptavina sem nýtast við samanburð og mat á notkuninni. Einnig beitum við aðferðum úr vélrænu gagnanámi til að móta mælingar sem hafa forspárgildi um hversu virkur viðskiptavinurinn er í framhaldinu. Sérstaklega er horft til tímabilsins eftir innleiðingu hugbúnaðarins, það er meðan hugbúnaðurinn er að öðlast sess sem hluti af vinnuumhverfi starfsmanna.
Við notum raungögn við mótun matsaðferðanna, nánar tiltekið kerfisatvikaskrá (e. audit logs) frá Azazo / Gagnavörslunni ehf.
Við ályktum að kerfisatvikaskrá geti nýst við úrvinnslu af þessu tagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MScAslaugEiriksdottir2014.pdf | 672,56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |