Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19502
Viðfangsefni rannsóknarinnar sem þetta lokaverkefni byggir á er þjóðlegt handverk í textílmennt í grunnskólum á Íslandi. Megintilgangurinn var að skoða hvort og þá hvernig þjóðlegt handverk birtist í textílmennt frá árinu 1960. Rannsóknin er eigindleg og fór gagnaöflunin fram í formi viðtala við sex textílkennara í febrúar og mars 2014. Gagna var einnig aflað með athugun á lögum um grunnskóla og aðalnámskrám frá árinu 1960.
Farið verður yfir sögu textílmenntakennslu frá því farið var að kenna hana í grunnskólum ásamt lögum um grunnskóla og námskrár frá útkomu þeirra. Kannað verður hvernig þjóðlegt handverk birtist í aðalnámskrám og lögum um grunnskóla frá árinu 1960 til dagsins í dag, hvort breytingar hafi átt sér stað á þessu tímabili og hvernig það birtist í kennslu sex kennara í textílmennt.
Fram kemur í lögum um grunnskóla að aðalnámskrá sé ætlað að útfæra nánar nám og kennslu í textílmennt. Ekki var farið að tala um íslenskan menningararf og þjóðlegar handverkshefðir sem mikilvægan þátt í námi fyrr en með námskránni frá árinu 1977 og litlar breytingar hafa verið á helstu áherslum um nám og kennslu í útgefnum aðalnámskrám eftir þann tíma. Allir viðmælendur töldu erfitt um vik að kenna allt það sem fram kemur í aðalnámskránni, en töldu þó mikilvægt að reyna það.
Þjóðlegt handverk birtist í textílmennt í kennslu viðmælenda minna og þá að mestu leyti sem kynning á handverkshefðum og aðferðum að baki þeim. Meirihluti viðmælenda taldi mikilvægt að kenna þjóðlegt handverk og fram kom að textílkennarar töldu að greinin byggði á arfi frá hinu gamla þjóðlega handverki og þá aðallega á þeim þætti hans sem fólk stundaði áður fyrr sér til bjargar. Fram komu ákveðnir þættir sem hindra kennslu á þjóðlegu handverki í textílmennt eins og skortur á tíma og námsefni, kostnaður og minna fjármagn til grunnskólanna.
The main purpose of this research was to find out if and in what way the traditional Icelandic handicraft appears in textile education in Icelandic elementary schools from 1960 – 2013. Using qualitative research method, the study is based on interviews with six textile teachers during February and March 2014. Data was also collected by reviewing the legislation for elementary education and the national curriculum guide from 1960.
Textile education is covered from the time it was first used for teaching in elementary schools and legislation for elementary education and the national curriculum from it was first published. The study looked into how traditional Icelandic handicraft appears in elementary schools and legislation for elementary education and the national curriculum guide from 1960 until today to see if there have been any changes during the period as well as to see how these changes appear in the work of these six textile teachers. The main findings of this research were that the legislation for elementary education states that the role of the national curriculum guide is to develop further the teaching methods in textile education. The traditional Icelandic handicraft was not considered to be a significant part of the textile education until the national curriculum guide was published in 1977. Since then there have only been a few changes made to the curriculum regarding studies and teaching instruction. All the interviewees believed it is almost impossible to teach everything stated in the national curriculum guide. However, they were all willing to try to make the effort. The traditional handicraft appears in textile education in the work of these six textile teachers mainly through introduction of the traditional handicraft heritage and the methods behind it. The majority of the interviewees thought it was important to teach the traditional handicraft and their believe was that the current field is indeed founded on the heritage from the old traditional handicraft and for the most part on the line of handicraft that people used for survival in the early days. The research also revealed that there are certain factors such as lack of time, educational material, and decreased budget that prevents students from receiving the appropriate textile education.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed._Birna_Petrína_Sigurgeirs..pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |