is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19503

Titill: 
 • Gersemar frá gamla tímanum : útsaumur í Öræfum á árunum 1900 - 1950
 • Fortíðarspor : kennslubók í útsaumi byggð á handverki úr Öræfum á árunum 1900-1950
 • Titill er á ensku Treasures from the past - Embroderies in Öræfi from 1900 to 1950
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur verkefnisins var að skoða hvaða útsaumsaðferðir voru notaðar í Öræfum á árunum 1900 – 1950. Sveitin var einangruð af náttúrunnar hendi vegna stórfljóta og sanda bæði austan og vestan megin, með Vatnajökul í norðri og hafnlausa strönd í suðri. Ætla má að þessar gömlu útsaums-aðferðir og sögur sem tengjast þeim séu merkilegur menningararfur. Ekki er mikið til af skráðum heimildum um útsaumsaðferðir af þessu svæði og er því vert að skrá þær niður þar sem hætta er á að þekkingin deyi út með elstu núlifandi kynslóð. Meginmarkmiðið er að skrá þekkinguna og gera yngra fólki kleift að kynnast sinni fortíð og þeim aðferðum sem voru notaðar á árum áður. Út frá þessum aðferðum var gerð kennslubók með það að markmiði að miðla þekkingunni áfram til komandi kynslóða.
  Rannsóknarspurningin var: Hvaða útsaumsaðferðir voru notaðar í Öræfum á árunum 1900 – 1950? Leitað var svara með viðtölum, skoðun á bókum, blöðum, handverki og öðrum munum frá tímabilinu. Verkefnið skiptist í tvennt. Annars vegar er kennslubók sem hugsuð er fyrir elstu bekki grunnskólans. Þar er leitast er að setja aðferðirnar fram á greinagóðan hátt, bæði í máli og myndum. Þar eru myndir af gömlu handverki, ýmsir gullmolar úr heimildum og frá viðmælendum auk hugmynda að verkefnum sem tengja þessar gömlu aðferðir við nútímann. Hins vegar er greinargerð, þar sem farið er yfir sögulegan bakgrunn, aðstæður og ástæður einangrunar í Öræfum. Einnig er farið yfir þróun verkefnis, úr hugmynd yfir í kennslubók.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this project was to examine the embroidery techniques that were used in Öræfi region in the period from 1900-1950. The area was isolated because of glacial rivers and black sand deserts both to the east and west; Vatnajökull glacier in the north; and a harbourless coast in the south. These old embroidery techniques and the history connected to them are a part of a cultural heritage that is at risk of dying out when the oldest living generation passes away. The main goal of the project is to document this knowledge so new generations can have the opportunity to learn about the past and the handcraft methods that were used then. The conclusion was to make a textbook with the aim of passing on this knowledge to future generations.
  The research question was: What embroidery techniques were used in Öræfi in the period from 1900-1950? Information was collected by interviewing individuals from the oldest generation of Öræfi inhabitants and by examination of books, magazines, embroidery artifacts and other objects from the period. The project is divided into two parts. First, a textbook where the embroidery methods are presented in both words and pictures. There are pictures of old artifacts; interesting quotes from the written sources as well as the interviews and ideas on how to use the methods in a modern context. Secondly there is a thesis where the historical background of Öræfi, circumstances and reasons for isolation of the region are discussed. Additionally, there is a discussion about the development of the study, from an idea to data collection, practical samples of the embroidery and finally the design and layout of the book.

Samþykkt: 
 • 3.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fortíðarspor.pdf26.27 MBLokaður til...26.05.2084Kennslubók í útsaumiPDF
Gersemar frá gamla tímanum.pdf1.27 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna