is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19514

Titill: 
  • Samskipti þróunaraðila og verkkaupa við hugbúnaðargerð : greining tveggja dæma úr iðnaðinum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölda verkefna í hugbúnaðargerð er hætt áður en afurð lítur dagsins ljós. Ástæður þess geta verið ýmsar en rannsóknir hafa sýnt að góð samskipti verkkaupa og þróunaraðila eru einn lykilþátta þess að verkefni ljúki með afurð sem báðir aðilar eru ánægðir með. Góð tímanleg samskipti geta ráðið því að báðir aðilar hafi sömu sýn á lokaafurð verkefnis og að það uppfylli kröfur beggja. Markmið þessarar ritgerðar er að greina hvernig samskiptum þróunaraðila við verkkaupa var háttað í tveimur dæmum, einnig er fjallað um hvernig verkefnastjórnunarfræðin telja að best sé að standa að samskiptum við verkkaupa. Í niðurstöðu kemur fram að samskipti við verkkaupa byggja á aðferðum sem hafa reynst hugbúnaðarfyrirtækinu vel. Aðferðirnar byggja á uppsafnaðri þekkingu og viðurkenndum verkefnastjórnunarlegum aðferðum sem hafa reynst vel við hugbúnaðargerð. Eitt af lykilatriðum þess að verkefnunum lauk með afurð sem ánægja var með voru opin og tímanleg samskipti við verkkaupa. Annað verkefnið stóðst ekki tímaáætlun en hugbúnaðarfyrirtækið var í óþægilegri stöðu þegar í ljós kom að verkkaupinn hafði ofmetið getu eigin starfsmanna til þess að taka hugbúnaðinn í notkun. Regluleg samskipti á verkefnistímanum drógu vandamálið fram í sviðsljósið og með samvinnu tókst fyrirtækjunum að lágmarka tjón sem vandamálið olli.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti þróunaraðila og verkkaupa við hugbúnaðargerð - Greining tveggja dæma úr iðnaðinum.pdf960.3 kBLokaður til...31.05.2024HeildartextiPDF