is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19517

Titill: 
 • Bráðgerir nemendur : mat á þróunarverkefni við Njarðvíkurskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessu verkefni var að rannsaka námsskipulag í íslensku fyrir lítinn hóp bráðgerra nemenda í 3. bekk Njarðvíkurskóla og viðhorf og reynslu þeirra sem komu að verkefninu. Í febrúar 2013 vaknaði sú hugmynd að fara af stað með þróunarverkefni fyrir bráðgera nemendur í 3. bekk í Njarðvíkurskóla. Verkefnið hófst í september 2013 og hafði þann tilgang að koma enn betur til móts við þarfir bráðgerra nemenda og leita leiða til að skapa þeim námsaðstæður við hæfi, bæði hvað varðaði innihald og kennsluhætti.
  Þátttakendur í rannsókninni skiptust í fjóra hópa. Í fyrsta lagi voru það fimm nemendur sem áttu hlut að máli, allt stúlkur í 3. bekk. Í öðru lagi voru það foreldrar eða forráðamenn stúlknanna, samtals tíu. Í þriðja lagi kennarinn sem kenndi og skipulagði þróunarverkefnið og loks í fjórða lagi skólastjórnendur. Leitast var við að svara spurningum um nám og kennslu hinna bráðgeru nemenda, árangur og ávinning af námsskipulaginu, upplifun allra sem áttu hlut að máli, áhrif á líðan og viðhorf nemendanna sjálfra og hvað í íslenskukennslunni gagnaðist. Einnig var leitað svara við spurningum um hugsanlegar hindranir og vandamál og hvernig mætti leysa þau.
  Til þess að fá sem besta innsýn í þróunarverkefnið var blönduðum aðferðum beitt við gagnaöflun. Niðurstöður vettvangsathugana voru skráðar í dagbók, tekin voru hálfopin viðtöl og rýnihópaviðtöl, spurningalistar lagðir fyrir nemendur og skoðaðar niðurstöður kannana, skimana og prófa ásamt öðrum gögnum.
  Niðurstöður gefa til kynna að viðhorf þeirra sem áttu hlut að máli hafi verið jákvætt. Nemendur reyndust ánægðir og úrræðin virtust hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra. Foreldrar töldu börnin sín fá nám við hæfi með krefjandi og fjölbreyttum verkefnum. Þeim þótti einnig að áhuginn hefði aukist og töldu allir foreldrar sig sjá framfarir hjá börnum sínum og því var kennari hópsins sammála. Námslega hafa nemendur bætt sig mikið og sýnt talsverðar framfarir.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research was to study a devlopmental project where a small group of gifted 3rd grade learners received a special program in Icelandic. The project started in September 2013 with the main purpose of catering for the needs of gifted learners and providing study conditions in accordance, both regarding contents and methods of instruction.
  The participants of the study were divided into four groups. First the five 3rd grade students, all girls. Secondly a group parents/legal guardians, a total of ten individuals. Thirdly the teacher who planned and organized the project and finally the school administrators.
  The research questions centered on methods of learning and instruction, the effectiveness and benefits of the project, the experience and views of all those involved, influence on conditions and views of the students themselves and what elements of Icelandic learning proved most effective. Furthermore questions regarding possible obstacles and problems that might occur were of concern, and how they might be solved.
  In order to obtain a sufficient insight mixed methods were used to collect data; results from on-site observation were recorded in a logbook, semi-structured and focus group interviews were taken, the students them selves answered qustionnaires and test results were examined.
  Findings imply that the participants perspective was positive. The students seemed content and the resources seemed to have a positive effect on their condition and motivation. The parents believed their children to receive more challenging and diverse assignments which they found more appropriate than the assignments they had before. The parents also noticed increasing interests as well as improvements in their children´s learning and their teacher agreed with that. The students have improved and shown considerable academic progress.

Samþykkt: 
 • 4.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ebba Lára Júlíusdóttir.pdf2.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna