is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1952

Titill: 
 • Astrid Lindgren : 100 ára afmæli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari rigerð er farið yfir ævi og störf Astridar Lindgren. Astrid er þekktasti barnabókahöfundur Svía og nafn hennar er þekkt víða um heim.
  Hún ólst upp á sveitabænum Näs. Þar var uppeldið kannski ekki eins og það gerðist á þeim tíma en þau hafa kannski verið fólk á undan sinni samtíð.
  Í ritgerðinni er fjallað um það hvernig bækur hennar gefa okkur mynd af því sem um var að vera á þeim tíma þegar hún var að alast upp. Hún notar mikið af minningum úr æsku og einnig úr æsku föður síns því hann var vanur að setjast niður með heimilisfólkinu á Näs og segja því sögur af prakkarastrikum sem að hann gerði þegar að hann var ungur.
  Hún ólst upp við mikla ást og hamingju og skrifaði Astrid meðal annars ástarsögu foreldra sinna í bókinni Undraland minninganna.
  Uppeldið sem hún hlaut var góður grunnur fyrir hana því hún lét til sín taka í þeim málefnum sem voru henni ofarlega í huga. Hún barðist fyrir réttindum barna og dýra og einnig er oft talað um Astridi Lindgren sem kvennréttindakonu.
  Á þeim tíma þegar bækur Astridar voru að koma út fyrst var þetta skemmtileg tilbreyting í bókaflóruna. Þó svo að Astrid hafi fengið jákvæð viðbrögð við fyrstu bók sinni um Línu Langsokk voru neikvæðu raddirnar einnig háværar og fékk Astrid að heyra það að bækurnar væru siðlausar og það væri verið að reyna að spilla börnum. Þessu svaraði Astrid með stóískri ró og sagði ætíð að hún skrifaði einungis til þess að skemmta sjálfri sér og vonaðist til þess að bækurnar myndu skemmta öðrum á sama hátt.
  Nú til dags stígur maður varla fæti inn í stofnanir sem hýsa börn án þess að sjá merki um þessa heimsþekktu konu. Hún hefur haft ótrúleg áhrif á sinn einstaka hátt. Kona á undan sinni samtíð sem við megum kannski þakka fyrir að hafa hafið baráttuna á svo mörgum sviðum.

Athugasemdir: 
 • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
 • 24.9.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
siggaasa-ritgerd.pdf544.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna