is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19522

Titill: 
  • Geta aðferðir verkefnastjórnunar gagnast þingmönnum í þeirra vinnu á Alþingi Íslendinga?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts hjá almenningi um þessar mundir. Ekki er það öfundsvert að starfa sem þingmaður í dag og eru þeir oftar en ekki skotspónn fjölmiðla og almennings. Þeir hafa tekið umdeildar ákvarðanir og hið svokallaða kjördæmapot ratar reglulega í fjölmiðla. Kveikjan að þessari rannsókn var einmitt sú að Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, var að fjalla um hvernig stjórnmálamenn láti undan þrýstingi og haldi fram einhverjum veruleika sem ekki stenst skoðun. Afleiðingin sé sú að flest stór verkefni á vegum hins opinbera enda á að vera dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sú aðstaða sem þingmenn búa við í dag er hins vegar ekki góð. Þeir hafa enga möguleika á að setja sig inn í þau fjölmörgu frumvörp sem lögð eru fyrir þingið og hinn almenni þingmaður hefur litla möguleika á að búa til skothelt frumvarp sökum skorts á stuðningi innan þingsins. Alþingi hefur vanrækt nefndarsvið Alþingis segja þingmenn sjálfir, nefndarritarar eiga ekki starfsframa innan sviðsins heldur er Alþingi meira eins og stoppistöð á leið í betur launað starf í betra starfsumhverfi. Þingmenn einir geta fært þessi mál til betri vegar.

  • Útdráttur er á ensku

    Icelanders have little trust in their parliment, Althingi, at the moment. Members of Parliment are not envied as they are under constant scrutiny from the press and the general public. Some say deservingly because of recent contriversial decisions and widespread rumors about corruption that is portrayed in the media from time to time. What ignited this research was a lecture given by Þórður Víkingur Friðgeirsson, a Lector of the Department of Science and Engineering at Reykjavik University, about the tendencies that MP´s have when giving into to outside pressure and conveying realities that do not exist, which often results in large government projects exceeding their budget. The position that MP´s are in today is less than ideal, the number of bills being discussed in Parliment makes it very difficult for MP´s to gain a clear insight on every issue, likewise it becomes more difficult for MP´s to introduce well structured bills because of the lack of support from other MP´s. Many MP´s believe that the Parliment has neglected the commitee organization within Althingi, commitee secretaries do not see a long term future of employment within the commitee´s. Rather treating the Althingi as a stepping stone for further advancement in their careers. It is the MP´s own fault that this reality is in place and they alone have the power to change the course

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar Hansen Tomasson _ Ritgerd _ lokuð.pdf468.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna