is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19527

Titill: 
  • Stefnumótun - lykill að árangri? : úttekt á stefnumótun Bláa Lónsins með hliðsjón af vexti og velgengni félagsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bláa Lónið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum og hefur umfang starfseminnar aukist mikið undanfarin ár. Starfsemin er byggð á fjórum tekjustoðum sem eru baðstaðurinn sjálfur, vörusvið með þróun og sölu á húðvörum, Lækningalind og veitingasvið. Það er því í mörg horn að líta þegar kemur að samstillingu, sérstöðu og samkeppnisforskoti á markaði og árangri í rekstri.
    Markmið þessarar greinar var að skoða þróun stefnumótunar í Bláa Lóninu og aðferðir við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun, með hliðsjón af vexti og velgengni félagsins. Ferlið var skoðað frá upphafi starfsemi Bláa Lónsins til dagsins í dag og tímalína teiknuð upp sem afmarkar lykilþætti í vexti fyrirtækisins og megin stefnumótandi ákvarðanir. Stuðst var við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð. Viðtöl voru tekin við nokkra lykilstarfsmenn Bláa Lónsins auk þess sem spurningakönnun varð lögð fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Einnig var tekið viðtal við Bjarna Snæbjörn Jónsson sem hefur komið að ráðgjöf hjá fyrirtækinu frá árinu 1998.
    Helstu niðurstöður voru þær að Bláa Lónið er stefnumiðað frumkvöðlafyrirtæki þar sem stefnan mótast í takt við tækifærin sem upp koma hverju sinni og á sér rætur í frumkvöðlinum. Mikill vöxtur og breytingar hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu og hafa stefnumótandi ákvarðanir verið teknar án þess að formlegu ferli hafi verið fylgt. Í þeim skilningi var stefnan mótuð nánast frá upphafi en var þó ekki mótuð, innleidd eða skrifuð niður eftir hefðbundinni aðferðafræði. Heilt yfir litið er lítið til af fullmótuðum gögnum um þróun stefnumótunar og er mikið af upplýsingum geymdar í minni lykilstarfsmanna innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er frumkvöðladrifið og hefur sveigjanleiki og drifkraftur einkennt starfsemina til þessa.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni MPM.pdf623.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna