is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19534

Titill: 
  • Vald verkefna og lýðræðið sem verkefni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hvernig verkefni er lýðræðið og hvernig sjáum við valdið í slíku verkefni? Hverjar eru afurðakröfur lýðræðisins? Samfélagið gefur eftir vald en hver á endurgjöfin að vera? Hvert er hlutverk þeirra sem eru verkefnastjórar fjöldans í lýðræðisverkefninu? Gerð var megindleg rannsókn til að varpa ljósi á hvernig staða verkefnastjórnunar innan stjórnsýslunnar gæti haft áhrif á framtíð íslensku þjóðarinnar. Auk þess að skoða með skrifborðsrannsókn helstu hugmyndir fræðinga um vald og hugmyndafræði í gegnum tíðina og varpa ljósi á hvað nútíma verkefnastjórnun hefur verið að benda á í þessum efnum.
    Vonast er til að greinin veki fólk til umhugsunar um þetta samhengi og auki skilning um stöðu og mikilvægi verkefnastjórnunar. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til að stjórnvöld, þing og stjórnsýslan þurfi að móta með sér betra vinnuumhverfi sín á milli. Stjórnvöld og þing geta ekki gert háar kröfur til stjórnsýslunnar án þess að láta í té þau verkfæri og aðföng sem hún þarf til að uppfylla þær gæðakröfur sem almenningur treystir á að sé fyrir hendi. Þetta er á margan hátt ógnvekjandi staðreynd. Það er mjög mikilvægt að stjórnsýslan sé skilvirk í sínum verkefnum til að lýðræðið virki. Ábyrgð valdhafa er mikil og nauðsynlegt er að hægt sé að gera kröfu til að valdhafar standi sig í því að skapa skilvirka stjórnsýslu.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vald-lyðræði 3.pdf406.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna