is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19536

Titill: 
  • „Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif“ : starfssiðfræði kennara
  • Titill er á ensku Everything teacher does and says and everything teacher does not do and say has moral effects – Teachers work ethics
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá skýrari sýn á siðferðilega þætti kennarastarfsins. Leitað var svara við spurningum um hvaða siðferðilegu gildi kennarar leggja áherslu á, ásamt því að skoða bjargir kennara þegar tekist er á við siðferðileg álitamál og varða hagsmuni þeirra aðila sem mynda skólasamfélagið. Rannsóknin er eigindleg og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við fimm grunnskólakennara með mislangan starfsferil. Viðmælendur eru af báðum kynjum, hafa allir hlotið leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari og eru starfandi í dag í þremur grunnskólum. Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir sem rætt var við gera sér grein fyrir því að meðvitaðar og ómeðvitaðar athafnir þeirra hafa áhrif, beint eða óbeint á nemendur. Kennararnir vilja í starfi sínu leggja áherslu á að þeir séu að undirbúa nemendur fyrir framtíðina og vilja veita þeim góðan grunn og góðar minningar úr skóla. Meðal þeirra siðferðilegu gilda sem viðmælendur leggja áherslu á bæði í kennslu og í samstarfi við aðila innan skólasamfélagsins voru: vellíðan, umhyggja, virðing, jafnrétti, traust og væntumþykja. Viðmælendur telja allir að samstarfsfólk, stjórnendur, sérfræðingar og fjölskylda geti veitt gríðarlega mikinn stuðning í siðferðilegum álitamálum og mikilvægt sé að deila reynslu og úrræðum sem reynst hafa vel. Viðmælendur nefndu að með tækniþróun síðustu ára væri ýmislegt sem hafa þyrfti í huga varðandi siðfræði starfsins og að nauðsynlegt sé að meta og ræða hvernig á að takast á við þær áskoranir. Breytingar í menntakerfinu, meðal annars með áherslum á grunnþætti menntunar, hafa einnig áhrif og vekja kennara til umhugsunar um sín störf. Að mati viðmælenda og rannsakanda er mikilvægt að halda á lofti umræðum um siðfræði í starfi til að skólarnir og einstaklingar innan skólanna nái betri árangri. Í leit að leiðum til að efla fagmennsku kennara er þessi rannsókn innlegg í umræðuna og ætti að vekja athygli á siðferðilegum víddum starfsins.

  • The purpose of this study was to get clearer vision on the ethical sides of the teacher’s work. The main emphasis was on values, how teachers deal with ethical issues in their work, and if and how they seek assistance when dealing with matters that influence individuals in the school community. Data was collected in February and March 2014. Qualitative methods were used to gather and process the data that was obtained through semi-open interviews with five Icelandic teachers in three different schools. Their length of service in teaching varies, but they have all qualified as teachers and they all work as teachers today. The main findings are: The teachers are all aware that their conscious or unconscious actions affect their students directly or indirectly in some way. The teachers want their work to emphasize that they are preparing students for the future and want to provide them with a good foundation and good memories that will strengthen the students’ identity. Ethical values such as well-being, caring, respect, equality, trust and affection were named as values respondents focus on in both teaching and collaborating with partners within the school community. Interviewees believe that associates, managers, professionals and family can provide enormous support in ethical dilemmas and it is important to share experiences and resources that have proved successful. Interviewees said that the speed of modern society and new innovations in the technological sector have changed the landscape in the classroom with new issues regarding work ethics. This calls for a reevaluation of how this affects their work. Changes in the education system, e.g. with emphasis on the fundamental pillars of education, also impact their work and motivate teachers to review their work. In the interviewees and investigator’s opinion it is important to keep discussions about work ethic open, so teachers and schools can achieve better results in the work. In search of ways to enhance teachers’ professionalism, this research is a contribution to the debate and should draw attention to the ethical dimensions of the teacher’s work.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MVS_Meistaraverkefni_gudmundinaarndis.pdf1,39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna