is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19540

Titill: 
 • Sjálfstraust íslenskra kvenna í stjórnunar- og leiðtogastörfum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Jafnrétti kynjanna snýst um að einstaklingar séu metnir að verðleikum en ekki eftir kynferði. Konur og karlar eiga að hafa jafnan rétt þegar kemur að menntun, almennri þátttöku í samfélaginu og forræði barna sinna. Tölulegar staðreyndir sýna þó glögglega að jafnrétti kynjanna ríkir ekki í heiminum. Vissulega stendur Ísland vel að vígi samanborið við önnur lönd en það að vera „skást“ er aldrei ásættanlegt og allra síst þegar mannréttindi eiga í hlut.
  Orðspor íslenskra kvenna er að þær eru almennt sjálfstæðar og hafi sjálfstraust til að stíga fram og sækjast í stjórnunar- og leiðtogahlutverk. Sá einstaklingur sem ugglaust hefur átt stærstan þátt í því orðspori er Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti þjóðkjörni kvenforseti heims, sem hefur verið og er enn kvenmönnum um allan heim fyrirmynd.
  Hvaða eiginleiki einstaklings veldur því að hann stígur fram, axlar ábyrgð og tekur við stjórnunar- og leiðtogastarfi, að því gefnu að hann sé yfirleitthæfur í starfið. Er það sjálfstraust viðkomandi eða einhver annar þáttur? Rannsakendur telja að of margir kvenmenn veigri sér við stjórnunar- og leiðtogastörfum vegna skorts á sjálfstrausti en ekki vegna skorts á hæfni til verksins. Þar sem Ísland kemur ávallt vel út úr alþjóðlegum rannsóknum á sviði jafnréttismála vildu rannsóknaraðilar kanna hvort sjálfstraust íslenskra kvenna í stjórnunar- og leiðtogahlutverkum væri almennt gott og ef það reyndist gott, hverjar væru líklegar skýringar.
  Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að sjálfstraust íslenskra kvenna í stjórnunar- og leiðtogastörfum er almennt gott. Hins vegar kemur á óvart að um það bil helmingur þeirra sem segjast vera með gott og mjög gott sjálfstraust var ekki með gott sjálfstraust í æsku. Niðurstaðan sýnir því glögglega að einstaklingur getur eflt eigið sjálfstraust kjósi hann slíkt.

Samþykkt: 
 • 4.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfstraust íslenskra kvenna í stjórnunar- og leiðtogastörfum.pdf763.62 kBLokaður til...01.05.2040HeildartextiPDF