is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19544

Titill: 
 • Kynfrelsi fólks með þroskahömlun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um kynfrelsi fólks með þroskahömlun. Tilgangur ritgerðar er að kanna hvort kynfrelsi fólks með þroskahömlun njóti sömu réttarverndar og fólks sem er ófatlað, út frá lögum og dómaframkvæmd. Markmið ritgerðar er að auka skilning fólks með þroskahömlun á réttindum sínum er snerta kynfrelsi og þegar brotið er gegn þessum réttindum. Þá er einnig markmiðið að bæta réttindi fólks með þroskahömlun þegar kemur að kynfrelsi þess svo að það njóti sömu réttinda og ófatlaðir til að stunda kynlíf eða hafna því. Að lokum er það markmið ritgerðar að auka skilning almennings á kynfrelsi fólks með þroskahömlun.
  Í þessari ritgerð er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver hefur þróunin verið undanfarna áratugi á réttarvernd kynfrelsis fólks með þroskahömlun? Hver er réttarverndin í dag þegar kemur að kynfrelsi fólks með þroskahömlun? Hvernig er hægt að auka vitund fólks með þroskahömlun þegar kemur að kynfrelsi þess? Hvaða afleiðingar hefur brot gegn kynfrelsi á fólk með þroskahömlun?
  Fólk með þroskahömlun naut í áraraðir ekki sömu réttarverndar og ófatlað fólk, er kom að brotum gegn kynfrelsi þess. Í dag nýtur fólk með þroskahömlun sömu réttarverndar og ófatlaðir. Nú telst nauðgun vera brot gegn kynfrelsi og þar af leiðandi hafa refsingar þyngst verulega gagnvart þeim sem brjóta gegn kynfrelsi fólks með þroskahömlun. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks leggur mikla áherslu á að fatlaðir njóti sjálfræðis og fái jöfn tækifæri. Þegar reynt er að virða þau réttindi geta skapast ýmis álitaefni er kemur að kynfrelsi fólks með þroskahömlun.
  Lykilorð: Lögfræði, Mannréttindi, Fötlun, Þroskahömlun, Kynferðisbrot, Sjálfræði

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis, the subject will be on the sexual freedom of people with intellectual disabilities. The purpose of this thesis is to research whether or not the sexual freedom of people with intellectual disabilities enjoys the same legal protection, as people who are without similar disabilities. The objective is to increase the awareness of people with intellectual disabilities on and their rights when it comes to sexual freedom, and when those rights are broken. It‘s also the objective to improve the legal rights of these people to have sex or refuse it. Lastly, the final objective is to increase the understanding of the public on the sexual freedom of people with intellectual disabilities.
  In this thesis, some light will be shed on the following research questions: What has been the development over the last few decades as pertaining to those with intellectual disabilities, and the legal protections of their sexual freedoms? What‘s the legal protection today when it comes to sexual freedom of people with intellectual disabilities? What consequences do the victims with intellectual disabilities face, when their sexual freedoms are violated?
  People with intellectual disabilities have not enjoyed the same legal protection as non-disabled people, when it comes to their sexual freedom. In the judicial system of the past, sex crimes against those without disabilities were judged more harshly, and the punishments more severe, than sex crimes that were committed against those with intellectual disabilities. Today, people with intellectual disabilities enjoy the same legal protection as non-disabled people. Sex crimes against people with intellectual disabilities are now considered rape, and likewise penalties have gotten significantly more severe against the perpetrators. United Nations Convention on the Rights of People with Disabilities emphasizes that people with disabilities enjoy the autonomy and equality of opportunities. When attempting to respect those rights, various questions arise when it comes to the sexual freedom of people with intellectual disabilities, and this thesis attempts to answer some of those questions.

Samþykkt: 
 • 5.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð HTH.pdf864.34 kBLokaður til...23.03.2123HeildartextiPDF