Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19547
Ritgerð þessi fjallar í meginefnum um það hvernig eigi að beita tollskránni við tollflokkun á vörum. Lagaumhverfi tollflokkunar einangrast aðallega við tollalög nr. 88/2005 og viðauka I við þau, TOllskráin er þríþætt, þ.e. hún felur í vörunúmeraskránna, athugasemdir við einstaka flokka og kafla, og svo lögfestar túlkunarreglur í sex liðum. Í ritgerðinni er leitast við að gera grein fyrir uppsetningu og eðli tollskrárinnar og beitingu hennar. Ritgerð þessi fjallar í grunninn um þau sjónarmið sem líta ber til við tollflokkun, þ.e. bæði ólögfest og lögfest, og hvernig þeim hefur verið beitt í réttarframkvæmd. Farið verður yfir tengsl íslensku tollskrárinnar við HS vörunúmeraskránna ásamt því að fara ítarlega yfir uppsetningu tollskrárinnar, hvernig hún er notuð og því næst hvernig henni hefur verið breytt í gegnum tíðina. Í því samhengi verður áhersla lögð á 189. gr. tollalaga sem veitir ráðherra heimild til að breyta tollskránni séu ákveðin skilyrði fyrir hendi. Því næst verður skoðað hverjir það eru sem beita tollflokkun hérlendis og þá sérstaklega það úrræði, sem stendur inn- og útflytjendum til boða í tollalögunum, um að óska bindandi álits tollstjóra á tollflokkun vara. Að lokum verður farið yfir það hvert sé andlag tollflokkunar, þ.e. vörurnar sem fluttar eru inn og út úr landinu, og hvaða sjónarmið beri að líta til við tollflokkun þeirra og þar með túlkun tollskrárinnar. Við afmörkun á efnisréttinum í ritgerð þessari verður aðallega byggt á innlendri úrskurðaframkvæmd og erlendri réttarframkvæmd, sem er umtalsverð, auk þess sem litið verður til erlendra fræðirita.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Björg Ásta Þórðardóttir.pdf | 839,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |