Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1955
Námsspilið er í anda kennsluprógrammsins Early Steps sem bandaríski prófessorinn og kennslufræðingurinn Darrell Morris hannaði. Stafaspilið A-Ö inniheldur stafa- og myndaspjöld sem nota má við kennslu á bókstöfum og til að auka hljóðkerfisvitund nemenda. Markmiðið með námsspilinu er að koma á móti knýjandi þörf á kennsluefni sem hentar til lestrarkennslu barna sem eiga erfitt með að ná tökum á lestri.
Greinargerðinni er ætlað að varpa ljósi á gildi námsspilsins út frá kenningum um lestrarnám og þróun læsis. Fyrst er almenn umfjöllun um lestur, lestrarkennsluaðferðir og lesblindu. Næst er gerð grein fyrir mikilvægi snemmtækrar íhlutunar í tengslum við kennsluprógrammið Early Steps sem ætlað er að koma til móts við nemendur með lestrarörðugleika. Að lokum er Stafaspilið A-Ö kynnt og færð rök fyrir gildi þess.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KristbjJak_Bokstafaspj.pdf | 9,05 kB | Opinn | Bókstafaspjöld | Skoða/Opna | |
KristbjJak_Foreldrabr.pdf | 51,96 kB | Opinn | Foreldrabréf | Skoða/Opna | |
KristbjJak_Greinargerd.pdf | 625,37 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
KristbjJak_Leidbeiningar.pub (Read-O.pdf | 1,37 MB | Opinn | Leiðbeiningar | Skoða/Opna | |
KristbjJak_Ordafjolsk.pdf | 92,38 kB | Opinn | Orðafjölskyldur | Skoða/Opna | |
KristbjJak_Upphafsstafir_orda_myndaspjold.pdf | 207,29 kB | Opinn | Upphafsstafir - orða - myndaspjöld | Skoða/Opna |