is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19550

Titill: 
  • "Eins og að fara aftur í tímann" : viðhorf framhaldsskólanemenda sem nýttu mikið spjaldtölvur í námi sínu í grunnskóla.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í febrúar árið 2012 hóf Norðlingaskóli að nota spjaldtölvur sem aðalnáms-tæki og voru nemendur 9. bekkjar skólans þeir fyrstu sem tóku þátt í því þróunarverkefni. Matsrannsókn um áhrif spjaldtölvuvæðingar í Norðlingaskóla á nám og kennslu leiddi meðal annars í ljós jákvæð áhrif á viðhorf nemenda gagnvart námi.
    Vorið 2014, þegar rannsókn mín var gerð, hafði fyrsti árgangur Norðlingaskóla lokið námi sínu með notkun spjaldtölva (29 nemendur). Haustið 2013 hófu þeir nemendur göngu sína í framhaldsskólum landsins en þar var markviss notkun spjaldtölva í námi líkt og í Norðlingaskóla ekki í boði. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort og þá hvernig sú reynsla sem nemendur höfðu fengið í spjaldtölvunotkun í Norðlingaskóla nýttist þegar í framhaldsskólana var komið.
    Ellefu nemendur tóku þátt í þessari rannsókn, níu stúlkur og tveir drengir (38% af árgangi). Þau voru í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.
    Rannsóknin var eigindleg og byggðist á hálf-opnum viðtölum sem tekin voru í apríl 2014. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að viðmælendur rannsóknarinnar voru á því að námið í Norðlingaskóla með spjaldtölvur sem aðalnámstæki höfðu styrkt sig í námi. Allir voru þeir mjög jákvæðir í garð reynslu sinnar þaðan. Þeir töldu sig hafa bætt sig á ýmsum sviðum, meðal annars orðið sjálfsstæðari og sjálfstraust þeirra aukist. Öllum gekk vel í náminu í Norðlingaskóla en þeim þótti námið í framhaldsskólunum erfiðara. Samt sem áður gekk öllum ágætlega þar líka. Framhaldsskólarnir þóttu formfastir þar sem eitt gengi yfir alla en í Norðlingaskóla var um einstaklingsmiðað nám að ræða. Almennt þótti þeim námið í framhalds-skólanum gamaldags og þurrt. Var talað um það að fara í framhaldsskóla væri eins og að fara aftur í tímann og söknuðu viðmælendurnir áhrifanna sem þau höfðu á nám sitt í Norðlingaskóla, frelsisins sem þau höfðu og síðast en ekki síst spjaldtölvanna.
    Greina mátti að framhaldsskólarnir mættu fara að tækni- og nútíma-væðast í meira mæli.

  • Útdráttur er á ensku

    „Like going back in time“. Views of upper secondary school students who used computer tablets in their education at the lower secondary level
    In February 2012, Norðlingaskóli began using tablet computers as a primary learning tool. Students in the 9th grade were the first age group in the school to participate in the tablet program. Study on the effects of tablet using and the impact it has had on teaching and learning in Norðlingaskóli showed that tablet computers had a positive impact on the attitudes of students toward education.
    In the spring 2014, when this research was made, the first year of graduate students, using tablet computer (29 students) in Norðlingaskóli have started their education in the upper secondary school, where the systematic use of tablet computers in learning is not available. The aim of this study was to examine whether/how the experience that students received using tablet computers can be used in upper secondary school system.
    Eleven students from the cohort who started the tablets project in Norðlingaskóli participated in the study, two boys and nine girls (38% of class).
    The study is based on qualitative research with semi-structured interviews that were conducted in April 2014. Results showed that the participants felt that the usage of tablets in Norðlingaskóli enhanced their ability to study. They were all very positive towards their experiences in Norðlingaskóli, felt that they had grown stronger in various fields, more independent and felt increased level of confidence. Every single one of them thought they did well in their studies in Norðlingaskóli though the studies varied more difficult aspects while in upper secondary school, they assesed that their level was still acceptable. The general feeling the students had concerning their upper secondary studies was negative, described as outdated and dry. Attending an upper secondary school was like going back i time. The participants missed the impact the could have on their studies in Norðlingaskóli, the freedom they had and most importantly the tablet computers.
    It could be observed that the upper secondary school could turn more to technology and modernization.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Ásgeirsson.pdf735.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna