is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19555

Titill: 
 • Reynsla framhaldsskólakennara af sjálfsvígsforvörnum í skólum og hlutverki þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um reynslu kennara af sjálfsvígsforvörnum í framhaldsskólum og viðhorf þeirra til slíkra forvarna. Aðaláhersla var lögð á að skoða þá þætti sem einkum skipta máli varðandi sjálfsvígshegðun ungmenna og þá sérstaklega hvert sé hlutverk framhaldsskóla í því að koma auga á eða greina slíka hegðun.
  Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða þá þætti sem helst skipta máli í forvörnum fyrir sjálfsvígshegðun ungmenna og þá sérstaklega hvert hlutverk framhaldsskóla sé í þeim forvörnum. Viðmælendur voru sex framhaldsskólakennarar í jafnmörgum skólum. Allir eru þeir félagsgreinakennarar með töluverða kennslureynslu. Tekin voru við þá óstöðluð viðtöl vorið 2013 og unnið úr þeim með hliðsjón af fyrirbæralegum vinnuaðferðum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að kennarar eru jákvæðir fyrir sjálfsvígsforvörnum í skólum. Þeir þekkja nokkuð vel til helstu áhættuþátta sjálfsvígshegðunar, sem eru lyndisraskanir og áfengis- og vímefnaneysla. Viðmælendur eru engu að síður óöruggir í hlutverki sínu sem sjálfsvígsforvarnaraðilar og finnst þá skorta fræðslu og þjálfun í sjálfsvígsfræðum til að vinna með nemendur í sjálfsvígshættu. Einnig kom fram að kennarar bera mikla umhyggju fyrir nemendum sínum og telja uppbyggileg samskipti við þá öfluga leið til að vernda nemendur fyrir skaðlegum þáttum eins og sjálfsvígshegðun.
  Kennararnir gagnrýna að innan skólanna sé ekki meiri áhersla lögð á sjálfsvígsforvarnir, þar sem mörg ungmenni glími við einhverskonar geðvandamál. Þeir telja að árangursríkast væri að efla umsjónarkerfi og náms- og starfsráðgjöf í skólum til að mæta nemendum sem sýna sjálfsvígshegðun. Að fá fleiri sérfræðinga (t.d. sálfræðinga) inn í skólana, til að veita ráðgjöf í forvarnarstarfinu, telja kennararnir ennfremu vænlega leið til úrbóta.

 • Experience of upper secondary school teachers' in suicide prevention in schools and their role.
  This thesis examines the experiences of teachers of suicide prevention in upper secondary schools and their attitudes to such preventions. The focus is placed on examining factors particularly relevant to suicide behavior of youth and, in particular, the role of schools in detecting such behavior.
  The purpose of this study is to examine the factors most relevant in the prevention of suicidal behavior of young people, especially colleges’ role in preventions. Participants are six upper secondary school teachers in equaly many schools. They are all social science teachers with substantial teaching experience. Semi-structured interviews were taken in the spring of 2013 by purposive sampling and, later on, phenomenological methods were conducted to describe the individuals’ experiences of a particular phenomenon.
  The main finding of the study shows that teachers are generally positive towards suicide preventions in schools. They know quite well the main risk factors for suicidal behavior which are mood disorders and alcohol and drug abuse. Neverthelessees interviewees are insecure in their role of preventing suicides and feel they lack education and training in suicide theory in order to be able to work with students on such matters. Moreover, all these teachers express great concern for their students and regard constructive relations as a powerful way to protect them from harmful elements such as suicide behavior.
  Since many young students struggle with various forms of mental disorders, the teachers criticize the schools for not placing more emphasis on suicide preventions. They believe that the most effective way is to strengthen oversight and counseling in schools to meet students who display suicide behavior. They also suggest that the number of trained specialists (such as psychologists) should be increased within the schools in order to provide better advices for suicides preventions and channels to deal with such problems.

Samþykkt: 
 • 5.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð 6 juni - aftur.pdf675.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna