is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19556

Titill: 
 • Líðan og viðhorf framhaldsskólanema Athyglisbrestur, þunglyndi eða kvíði – er það nokkuð að hrjá nemendur í blóma lífsins?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umræður hafa verið um að bæta þurfi þjónustu við börn og unglinga sem glíma við geðrænar raskanir (Embætti landlæknis, 2000; Geðhjálp, 2008). Athyglisbrestur með eða án ofvirkni (Attention-deficit/hyperactivity disorder, ADHD), þunglyndi (depression) og kvíði (anxiety) eru meðal algengustu geðraskana hjá börnum og unglingum (Belfer, 2008) sem geta haft alvarleg áhrif á framtíðarhorfur þeirra (Baksheev, Robinson, Cosgrave, Baker og Yung, 2011; Belfer, 2008).
  Könnun var lögð fyrir 1599 þátttakendur þar sem meðalaldur var 17,6 ár, í 13 framhaldsskólum á Íslandi haustið 2013. Eiginlegt svarhlutfall í rannsókninni var 83,9%. Í könnuninni var meðal annars safnað upplýsingum um geðræn einkenni, félagslega stöðu nemenda í skólanum, einelti og viðhorf til kennara og skólans. Markmið þessarar rannsóknar var margþætt: (1) að kanna hvort tengsl væru á milli einkenna athyglisbrests og þunglyndis eða kvíða hjá þátttakendum, (2) að skoða hvort þátttakendur sem voru með einkenni athyglisbrests, þunglyndis eða kvíða ættu erfiðar með félagslega stöðu í skólanum og verða fyrir einelti heldur en aðrir þátttakendur, og (3) að kanna hvort viðhorf þátttakenda til kennara og skóla voru neikvæðara eftir því sem þeir fundu meira fyrir einkennum athyglisbrests, þunglyndis og kvíða.
  Sjálfsmatslistar voru notaðir til að meta að hve miklu leyti þátttakendur fundu fyrir einkennum athyglisbrests (DSM-IV, einkennalisti), þunglyndis og kvíða (depression, anxiety, stress disorder scale-21, DASS-21). Einnig voru félagsleg staða nemenda í skólanum, stuðningur frá kennurum og viðhorf til kennara metin með spurningum úr skólabrag sem tilheyrir alþjóðlegri menntarannsókn (OECD, Programme for international student assessment, PISA). Upplifun af einelti metið með staðhæfingum úr Olweusar áætluninni og viðhorf til skólans metið með spurningum sem settar voru saman fyrir rannsóknina.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þátttakendur sem greindu frá einkennum er benda til athyglisbrests voru að finna meira fyrir einkennum þunglyndis og kvíða en aðrir þátttakendur. Jafnframt fannst þátttakendum sem greindu frá einkennum athyglisbrests, þunglyndis eða kvíða standa verr félagslega í skólanum og fundu meira fyrir einelti en aðrir þátttakendur. Einnig voru þeir sem greindu frá einkennum athyglisbrests, þunglyndis og kvíða líklegri til að: a) hafa neikvætt viðhorf til kennara, b) finna fyrir minni stuðningi frá kennurum, og c) hafa neikvætt viðhorf til skólans. Þessar niðurstöður sýna að ástæða sé til að fylgjast með einkennum geðraskana meðal framhaldsskólanema með það í huga að bæta líðan þeirra reynist vandinn til staðar. Á þessum aldri eru unglingar að búa sig undir framtíðina og því mikilvægt að beita snemmtækri íhlutun til að fyrirbyggja langvarandi erfiðleika.

 • Útdráttur er á ensku

  There has been discussion in recent years about the need to improve services for children and adolescents who are wrestling with emotional and behavioural problems (Directorate of Health, 2000; Mental help, 2008). Among the most common behavioural and emotional disorders children and adolescents suffer from are attention-deficit/hyperactivity disorder (ADHD), depression and anxiety (Belfer, 2008). All of which can have a serious impact on their future prospects (Baksheev, Robinson, Cosgrave, Baker og Yung, 2011; Belfer, 2008).
  In the fall of 2013 a survey was conducted among 1599 students (average age was 17,6 years) in 13 upper secondary schools in Iceland. Response rate in the survey was 83,9%. The survey collected information on emotional and behavioural disorders, bullying, social approval among students, and student attitudes towards teachers and schools. The current study had several objectives: (1) to determine whether there is a connection between symptoms of attention deficit, depression or anxiety among participants, (2) to determine whether participants who suffer from attention deficit, depression or anxiety are feeling less sense of belonging in school than other students, and are more bullied then other participants, and (3) to determine whether the attitudes of participants toward teachers and schools are more negative for those suffering from attention deficit, depression, or anxiety.
  The questionnaires used in this research were DSM-IV (classification) for attention deficit, and the depression, anxiety and stress disorder scale (DASS-21). Moreover, there were several questions from OECD´s Programme for international student assessment (PISA), that surveyed sense of belonging to school, support from teachers and attitudes towards teachers, as well as questions from the Olweus bullying prevention program assessing bullying. Questions that surveyed attitudes towards schools were put together for the research.
  Results showed that participants with attention deficit were feeling more symptoms of depression or anxiety than other participants. Moreover, participants with attention deficit, depression or anxiety symptoms were feeling less of belongin in school og were more bullied then other students. Participants were also likely to: a) have negative attitudes towards teachers, b) feel they receive less support from teachers then other students, and c) have negative attitudes towards the school. These conclusions demonstrate that there is reason to watch for symptoms of emotional and behavioural disorders among students in upper secondary schools, with the objective of improving the well-being of those shown to have difficulties. At this age, young people are preparing themselves for their future, and it is important to prevent long-term effects of mental disorders.

Samþykkt: 
 • 5.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal í skemmu.pdf2.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Lokað skv ósk Sigrúnar Daníelsdóttur hjá Embætti landslæknis.