Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19558
Í þessari rannsókn er sjónum beint að því hvort samskiptaleikir í spænskukennslu virki samtal nemenda á markmálinu. Rannsóknin var gerð í menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem þrír hópar prófuðu þrjár gerðir leikja og var skoðað hvort þeir hefðu hvetjandi áhrif á málnotkun nemenda. Einnig var athugað hvaða gerð leikja hentaði best til að auka notkun markmálsins og kom í ljós að leikir sem veita nemendunum einhvers konar aðstoð við að mynda setningar hentuðu best, þrátt fyrir að nemendum sjálfum hafi fundist skemmtilegast í keppnisleikjum.
Margvíslegar rannsóknir um leiki voru hafðar til hliðsjónar, en allar þessar rannsóknir staðfesta jákvæð áhrif leikjanotkunar á tungumálanám og kennslu. Enn fremur voru algengustu og það sem álitnar eru gagnlegustu aðferðirnar til að hvetja til vaxandi samskiptafærni nemenda rannsakaðar. Gagnasöfnunin var þríþætt þar sem fylgst var með nemendum þegar leikirnir voru notaðir við kennslu auk þess sem fylgst var með kennslustundum án leikja til samanburðar. Nemendur svöruðu spurningakönnun og kennararnir gerðu grein fyrir frá upplifun sinni af notkun leikjanna.
Niðurstöður rannsóknarverkefnisins benda eindregið til þess að leikir auki málnotkun nemendanna á markmálinu og sýnt er fram á að leikir eru mikilvæg viðbót í tungumálakennslu. Þá er hægt að nota á fjölbreyttan hátt til þess að virkja þátttöku nemenda og auka vinnuframlag í kennslustundum.
In this research conducted to complete a MA degree in teaching of Spanish as a foreign language at the University of Iceland, the question was addressed whether communicative games would increase conversation in the target language. The research was done at a secondary school in Reykjavik where three groups of students took part in testing three types of group games, to determine if the games would enhance student‘s Spanish language skills. Amongst the issues investigated in this research, aimed to determine what kind of games were best suited to increase the use of the target language and it appeared to be the kind of games that provided students some kind of help to construct sentences. However, these type of games were not the student‘s favourite, they preferred games of a more competitive nature.
To evaluate best practices, different types of teaching methods were reviewed, -all aiming to assist students to reach a desirable communicative competence. Furthermore, the research also aimed to answer how best to use games as an educational aid in the language classroom. In the study, a triangulation of data was gathered and then used to facilitate the validation of the data. Students were observed during a lesson with and without games, the students answered a questionnaire and their teachers gave an account of their experience.
The results strongly suggested that the implementation of games within the language teaching had a positive effect on the students‘ language use of the target language and confirmed that games are a valuable addition to conventional language teaching. As the consulted literature indicates, games can be used in various ways to encourage students‘ participation in the lesson. The research findings show that communicative plays can be a very productive tools in foreign language learning and teaching.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
astrun-ma.pdf | 1.84 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |