is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19566

Titill: 
  • 4. töluliður skilasvikaákvæðisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með setningu almennra hegningarlaga árið 1940 með lögum nr. 19/1940 (hér eftir hgl.) var skilasvikum loks fundinn staður innan sama ákvæðis, sbr. 250. gr. hgl. Síðan þá hefur einungis borið á breytingum á 3. tölul. ákvæðisins meðan aðrir töluliðir virðast hafa staðist tímans tönn enda óbreyttir frá setningu laganna. Skilasvik teljast til auðgunarbrota en þau eru staðsett í XXVI. kafla hgl. Í ritgerð þessari er einblínt á vernd kröfuréttinda í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 250. gr. hgl. (hér eftir 4. tölul. skilasvikaákvæðisins). Í öðrum kafla er saga skilasvika tekin til lauslegrar yfirferðar og þá með áherslu á þau refsiákvæði sem áttu einhverja efnislega samstöðu með 4. tölul. skilasvikaákvæðisins. Í þriðja kafla eru sambærileg ákvæði í Danmörku, Svíþjóð og Noregi tekin til ítarlegrar skoðunar. Í fjórða kafla eru helstu einkenni skilasvika rakin en undir lok kaflans verður 4. tölul. skilasvikaákvæðisins afmarkaður frá öðrum töluliðum ákvæðisins. Í fimmta kafla eru skilasvik sérstaklega afmörkuð frá öðrum nátengdum auðgunarbrotum, fjársvikum, fjárdrætti og umboðssvikum.
    Í sjötta kafla verður gert ítarleg grein fyrir hlutlægum skilyrðum 4. töluliðar ásamt yfirferð yfir tengd ákvæði. Fyrst verður tekið til skoðunar hverjir geta brotið gegn töluliðnum og þar með skert réttindi lánardrottna sinna. Í öðru lagi verður verknaðarandlag 4. tölul. skilasvikaákvæðisins tekið til gagngerrar skoðunar en litið verður sérstaklega til laga nr. 90/1989 um aðför í því augnamiði. Í þriðja lagi ber að nefna þungamiðju ritgerðarinnar um verknaðarliði 4. töluliðar en gert verður grein fyrir þeim með ítarlegum og greinargóðum hætti. Í fjórða lagi verður litið til tímamarka 4. töluliðar en þar er sérstaklega miðað við fjárhagsstöðu gerandans. Í fimmta lagi verður nánar greint frá orðinu lánardrottinn m.a. í þeim tilgangi að komast að niðurstöðu um hvort að skattkröfur rúmist innan töluliðarins. Í sjötta og sjöunda lagi verður stuttlega gert grein fyrir fullframningu brots gegn 4. töluliði og samþykkis sem refsileysisástæðu. Loks verður skýrt frá ákæruskilyrði 3. mgr. 250. gr. hgl. Hvað varðar skilyrðið um auðgun þá er löng hefð fyrir því að taka það til skoðunar með umfjöllun um huglæg skilyrði auðgunarásetnings. Hlutlægu og huglægu skilyrði hans eru það samvofin að æskilegt er að taka þau saman til umfjöllunar og verður það því gert í kafla 7. Loks er í áttunda kafla ritgerðarinnar litið aftur til markmiðs ritgerðarinnar um að fjalla með heildstæðum hætti um 4. tölul. skilasvikaákvæðisins og sérstaklega vikið að þeim atriðum sem helst stóðu upp úr.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
4.tolulidurSkilasvik.pdf1.03 MBLokaður til...01.09.2040HeildartextiPDF