Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19568
Verkefni þetta er vefur, sem hugsaður er til miðlunar menningarsögulegs efnis.
Skýrsla þessi er greinargerð um hugmyndina að miðlunarverkefninu og markmiðum með því, vinnuna við það, sem og lærdóma sem af reynslunni má draga.
Í aðra röndina býr að baki þessu verkefnisvali hugsýn um, hvort ekki megi nýta hina stafrænu tækni og vefi við skráningu, ritun og miðlun menningarsögulegs efnis jöfnum höndum. Hér er um það að ræða hvort aðilar, svo sem söfn og setur, til dæmis á vegum sveitarfélaga, sem helga sig tilteknu menningarsögulegu sviði, svæðissögu ellegar einhverjum tilteknum menningarþætti, gætu, í stað þess að ráðast í viðamikla bókaútgáfu, og/eða áður en til hennar kemur, unnið að skráningu efnisins og boðið upp á miðlun afmarkaðra þátta á lokuðum vef fyrir gesti. Jafnframt væri sá möguleiki fyrir hendi að opna afmarkaða þætti til miðlunar á veraldarvefnum, netinu. Með þessa hugsun bak við eyrað var lagt upp.
Miðlunarefnið, sem fyrir valinu varð við þetta námsverkefni, er um sjósókn fyrir brimsöndum Suðurlands, sérstaklega úr Mýrdal. Ástæðan fyrir valinu var sú, að mér var þetta efni nokkuð kunnugt og taldi að það væri tilvalið, afmarkað, viðráðanlegt og verðugt, auk þess sem mér virðist að gera megi enn betur við miðlun þess og skráningu en þegar er raun.
Á þess stigi er vefurinn fyrst og fremst sýnidæmi um hvernig standa megi að verki og þróa slíkt verkefni áfram, tilraun og prófun vefsins í þessu skyni. Efninu er ekki að sinni gerð endanleg skil, sem ekki er von til, heldur eru þar sýnishorn um flesta fleti sem finna má á viðkomandi miðlunarefni. Þar er þó efni á tugum síðna. Vefurinn er rammi sem fylla má í. Vefurinn er þó næsta hefðbundinn og er læstur að sinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skýrsla - MA-lokaverkefni -HMM - án forsíðna -sept 2014 - Hjalti Þórisson.pdf | 1 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Skýrsla -MA- lokaverkefni -forsíður HMM - Hjalti Þórisson.pdf | 268.03 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |