Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19571
Þessi ritgerð fjallar um skynræna mannfræði og hvernig hún getur komið að gagni við að skilja hvernig ferðamenn skynja umhverfið á nýjum stað og hvernig slík þekking getur gagnast aðilum ferðaþjónustunnar við stefnumótun sem og til þess að veita sem besta þjónustu. Í upphafi er staðan í íslenskri ferðaþjónustu skoðuð til að veita viðfangsefninu hagnýtan ramma en því næst er litið á eðli skynjana sem og einstök skynfæri auk helstu kenninga í sögu skynrænnar mannfræði til að varpa ljósi á ólíkar fræðilegar nálganir á þessu sviði. Í síðasta kaflanum er svo farið út í að skoða skynjun sem eina heild þar sem kenningarsmiðir fyrirbærafræðinnar leika stórt hlutverk og hugmyndir þeirra um náttúrulega beina tengingu okkar við umhverfið og skynjanir okkar. Að lokum kemur það niður á næmni mannfræðinnar fyrir fjölbreytileikanum og eðli skynjana til að veita ferðaþjónustunni innsýn í upplifun síns markhóps.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skynjun_ferdamanna_a_Islandi.pdf | 1,06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |