is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19575

Titill: 
  • Um sjálfstæðar úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni. Með hliðsjón af úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, úrskurðarnefnd almannatrygginga og úrskurðarnefnd félagsþjónustu- og húsnæðismála
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjálfstæðar úrskurðarnefndir eru fjölskipuð stjórnvöld þar sem fleiri en einn fara með valdið í sameiningu og er hlutverk þeirra að úrskurða í tilteknum málaflokkum sem annars væri á hendi ráðherra. Á sviði velferðarmála er fjöldi sjálfstæðra úrskurðarnefnda töluverður en þær nefndir sem undir málefnasvið velferðarráðuneytisins heyra eru níu talsins eftir því sem næst verður komið. Er þessum nefndnum oft fengið umfangsmikið hlutverk við að endurskoða ákvarðanir þeirra stjórnvalda sem ákvarðanir taka á fyrsta stjórnsýslustigi. Með verki þessu er ætlunin að fjalla almennt um þessar nefndir og verður einkum höfð hliðsjón af úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, úrskurðarnefnd almannatrygginga og úrskurðarnefnd félagsþjónustu- og húsnæðismála. Er sjónum beint að réttinum til að fá úr máli skorið á tveimur stjórnsýslustigum og þeim réttaröryggissjónariðum sem þar búa að baki. Í því skyni verður fjallað um endurskoðunarheimildir æðra settra stjórnvalda í formi stjórnsýslukæru og tilgang þess að komið er á fót sjálfstæðum úrskurðarnefndum í því skyni að fara með þá endurskoðun. Þá verður leitast við að gera grein fyrir eftirliti með þessum nefndum og stöðu nefndarmanna. Í sérstökum kafla er fjallað um valdheimildir slíkra nefnda og þess freistað að varpa ljósi á álitaefni sem upp kunna að koma í því sambandi. Auk þess sem reglum er lúta að málsmeðferð á kærustigi verða gerð skil. Loks er sérstökum kafla helgað því að hvaða sjónarmið gilda um þær niðurstöður sem slíkar nefndir komast að í úrskurðarorði og álitaefni því tengd.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaRut509loka.pdf782.23 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Anna Rutforsíða.pdf128.22 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna