is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19576

Titill: 
  • Könnun á forsendum og einkennum bókar um sögu Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, MFÍK
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að verða að liði við framhald vinnu að bók um sögu Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, MFÍK, með því að greina þætti sem ýmist ber að varast eða eru gagnlegir til eftirbreytni og móta tillögur til umræðu í rýnihópi. Til þess að leggja drög að slíkri útgáfu er gagnlegt að skýra tilgang og markmið verksins og meta gildi þess, þar sem tilgangur og markmið tengjast samtökunum sjálfum en gildið viðtakendum verksins. Teknar voru saman grunnupplýsingar um 60 ára sögu samtakanna og atburði sem þau beindu kröftum sínum að. Tímabilinu var skipt í þrennt og fjallað stuttlega um skil sem eru dregin 1968 og 1990 með vísun í rannsóknir og frásagnir. Meðal annars er stuðst við greinasafn ritstýrt af Robert Gildea, Mark & Warring; Gest Guðmundsson & Kristínu Ólafsdóttur; Maríu Þorsteinsdóttur; og fleiri. Til þess að skoða hvaða form og frásagnarmáti gæti hentað viðfangsefninu var stefna nokkurra íslenskra höfunda sambærilegra verka athuguð: þeirra Olgu Guðrúnar Árnadóttur, Óttars Guðmundssonar og Sigurðar Gylfa Magnússonar. Einnig var stuðst við greiningu André Lefevere á kerfislægri stýringu í miðlun verka og reifað hvernig tekið skyldi tillit til hennar. Í niðurstöðum er leitt að líkum að því að MFÍK hafi lifað tvenn söguleg þáttaskil og endurnýjað sig; að sagan sé átakasaga sem enn er óútkljáð; að velja þurfi efnisþætti sökum þess hve viðamikið efnið er; og að viðtakendur séu til í samfélaginu en ákveða þurfi hvert beina skuli verkinu.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
saga_mfik_lokaverkefni_sg20140905.pdf331.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna