is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19579

Titill: 
 • Að segja frá: Upplifun þolenda kynferðisofbeldis og foreldra þeirra af frásögn af ofbeldinu og af meðferðarúrræðum
 • Titill er á ensku To disclose: The experience of survivors of sexual abuse and their parents of disclosing the abuse and of treatment options
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu á málefnum barna sem hafa sætt kynferðisofbeldi og þeim áhrifum sem ofbeldið hefur á barnið og fjölskyldu þess. Þannig er hægt að gera betur þegar kemur að úrræðum og stuðningi sem börn og fjölskyldur þeirra fá þegar ofbeldið kemst upp.
  Í fyrsta lagi var sjónum beint að upplifun barna sem hafa sætt kynferðisofbeldi, annars vegar hvernig þau upplifðu viðbrögð foreldra við frásögn þeirra af ofbeldinu og hins vegar upplifun þeirra af stuðnings- og meðferðarúrræðum á vegum barnaverndarnefnda.
  Í öðru lagi að upplifun og viðbrögðum foreldra við frásögn barns þeirra af kynferðisofbeldi og upplifun þeirra af meðferðar- og stuðningsúrræðum á vegum barnaverndarnefnda.
  Rannsóknin er unnin í samvinnu við Barnaverndarstofu sem jafnframt er ábyrgðaraðili rannsóknarinnar.
  Tekin voru viðtöl við 5 einstaklinga eldri en 18 ára sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á barns- eða unglingsaldri og fengu vegna þess meðferðarviðtöl í Barnahúsi og 5 foreldra þessara einstaklinga eða alls 10 viðtöl.
  Niðurstöður gefa vísbendingar um að gagnlegt sé á að meta þörf á stuðningi við aðstandendur þegar verið er að veita þolendum kynferðisofbeldis meðferð. Þá koma fram vísbendingar um að ekki virðist í öllum tilvikum vera nóg að veita þolendum einstaklingsmeðferð, heldur getur í sumum tilfellum verið þörf á að bjóða upp á stuðning fyrir foreldra og fjölskyldumeðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the research was to increase knowledge of the issues of children, who have endured sexual abuse, and the affect sexual violence has on the child and its parents. With this kind of research it is possible to make improvements when it comes to the resources and support children and their families are offered, after the violence is discovered.
  Firstly, the research focused on the experience of children, who have endured sexual violence, both their experience of their parents' reactions to the account of the violence and their experience of support and treatment options offered by the Child Protective Services. Secondly, the research focused on the parents' experience and reaction to their child's account of sexual abuse and their experience of treatment and support options offered by the Child Protective Services.
  The research was done in collaboration with Barnaverndarstofa (Government Agency for Child Protection), which is also the underwriter of the project.
  Five individuals, older than 18 years, were interviewed, all of whom had endured sexual abuse as children or teenagers, and therefore received treatment interviews in Barnahús (The Children's House). Five parents of those individuals were also interviewed, a total of ten interviews in all.
  Results suggest that it is useful to evaluate the need for support for families, when survivors of child sexual abuse are being treated. There are also indications that it is not enough, in every incident, to provide survivors with individual therapy, and that in some cases, there is a need to offer support to parents and provide family therapy.

Samþykkt: 
 • 8.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Berta Guðnadóttir.pdf946.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna