is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1958

Titill: 
  • Replacing fish oil in Arctic charr diets : effect on growth, feed utilization and product quality
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknin var framkvæmd til að kanna hvort að bleikja (Salvelinus alpinus), gæti vaxið vel á fóðri sem inniheldur plöntuolíur í stað lýsis. Eftir fóðrun með tilraunafóðrum var kannað hve langan tíma það tæki að endurheimta ásættanlegt hlutfalli af fjölómettuðum n – 3 fitusýrum (PUFA) í fiskholdið til að hámarka næringarlegt gildi fyrir neitendur.
    Bleikja með meðalþyngd 550 ±83 g var alin í 13 vikur við 6°C og fóðruð með fóðri sem innihélt lýsi (FO), soya- olíu (SO) eða pálmolíu (PO). Ólíkir fitugjafar höfðu ekki áhrif á vöxt, lifrarstuðul eða afurðargæði bleikjunnar. Samt sem áður hafði pálmolía í bleikjufóðri marktæk áhrif á fóðurstuðul, próteinnýtingu og meltanleika fóðursins. Mismunandi fitusýrur í fóðri endurspegluðust í ólíkum fitusýrusamsetningum fiskholds. Magn n – 3 PUFA fitusýra í holdi í hópum sem fóðraðir voru með jurtaolíum var marktækt lægra. Óhagstæðari hlutföll af n – 3 og n – 6 fitusýrum komu fram í öllum hópum fóðruðum á plöntuolíum vegna umtalsverðs magns af línólsýru (18:2n – 6) sem kemur úr plöntuolíum. Eftir bakfóðrun með lýsisfóðri hafði hold endurheimt umtalsvert magn af n – 3 fitusýrum en línólsýra, 18:2n – 6 virðist sitja lengi í holdi. Hlutfall milli n – 3 og n – 6 var mun ásættanlegra í holdi bleikju sem fóðruð var á pálmolíu, borið saman við soyaolíu. Þessar niðurstöður benda til þess að bleikja geti vaxið vel á fóðri sem inniheldur plöntuolíur í stað lýsis.
    Einnig var kannað hvort smáseiði gætu komið að notum við að spá fyrir um heppileg hráefni í fóður fyrir stærri fisk. Tilraunir í slíkum stærðarskala myndu spara mikinn kostnað þar sem eldið er ekki jafn umfangsmikið. Fóður með 5 mismunandi fitugjöfum í mismunandi samsetningum voru gefin smáseiðium (0.246 g) frá 24. maí til 14. ágúst 2006. Mismunandi fitugjafar höfðu marktæk áhrif á vöxt smáseiðanna.
    Lykilorð: Bleikja, pálmaolía, soyaolía, fitusýrur

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið er styrkt af AVS sjóðnum, sjóður til styrktar rannsókna í sjávarútvegi
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2009
Samþykkt: 
  • 6.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1958


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.BJ_Lokaútgáfa_Repl_fish_oil.pdf1.54 MBOpinnReplacing fish oil in Arctic charr diets-heildPDFSkoða/Opna
Bjarni_hluti_opinn.pdf312.1 kBOpinnForsíða, Titilsíða, Útdráttur, Abstract, ReferencesPDFSkoða/Opna