en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19580

Title: 
  • Title is in Icelandic Úr einum í önnur: Tillaga að þýðingu í ljósi femínískrar þýðingafræði
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hér verður gerð tilraun til þýðinga málfræðilegra kynja frá spænsku til íslensku í ljósi femínískrar þýðingafræði. Í femínískri þýðingafræði er gengið út frá því að sjálfsmyndir kvenna byggi á kynferðislegum mismun sem hvorki sést né heyrist í tungumálinu, heldur leynist þvert á móti á bak við ómarkaða kynið, sem er karlkynið. Jafnframt er innt eftir orsökum þess að þýðingar hafa verið kvengerðar og leitast eftir því að afbyggja hugtök sem gjaldfella konur og þýðingar til þess að kollvarpa þeirri valdabyggingu sem viðheldur ofangreindum tengingum. Þróun tungumáls sem gerir kynjunum jafn hátt undir höfði er forsenda þess að konum sé skapaður sýnilegur staður í veruleikanum og þá skiptir miklu máli sú áskorun sem felst í þeirri staðreynd að hugtakið „kona” er ekki lengur staðlað og einhlítt. Að sama skapi er hugtakið um „tryggð” endurhugsað í femínískum þýðingafræðum sem beina því hvorki að höfundi né lesanda heldur að þýðingaverkefninu sjálfu og samhengi þess. Áherslan er því ekki á fyrirframgefnar hugmyndir um algildi og þýðanleika heldur þá hugmyndafræði og menningarlegu þætti sem þýðandi stendur frammi fyrir.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta, í þeim fyrri verður greint frá kenningum úr femínískri þýðingafræði og í síðari hlutanum verður sjónum beint að þeim aðgerðum sem beitt hefur verið til þess að auka sýnileika konunnar í tungumálinu. Til þess verður litið til tveggja deilna um ofangreindan sýnileika sem upp spruttu á Íslandi og á Spáni.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að athuga hvernig rannsóknir á málvísindalegum kynjafordómum geta hjálpað til við þýðingar. Að auki eru einkenni ofangreindra deilna skoðuð í samhengi við hugmyndir femínista um kynferðislegan mismun. Þar eð umræddur sýnileiki einskorðast ekki við ákveðna gerð af textum er engin sérstök áhersla lögð á eina gerð þýðinga umfram aðrar, heldur er hér um almenna nálgun að ræða. Hún felst í því að litið er á tungumálið fyrst og fremst sem tæki til samskipta, og því er tilvísun persónufornafna veitt sérstök athygli en með þeim mætti hugsanlega stíga fyrstu skref í átt til þess að auka sýnileika kvenna í tungumálinu.

Accepted: 
  • Sep 8, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19580


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Úr einum í önnur .pdf1,01 MBOpenHeildartextiPDFView/Open