is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19588

Titill: 
  • Hugtakið fjarbúð. Forsendur, kostir og ókostir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar er að öðlast skilning á hugtakinu fjarbúð og varpa ljósi á upplifun og reynslu fólks af fjarbúð og hverja fólk telur helstu kosti og ókosti þessa sambúðarforms. Skoðað verður hvort pörin hafi valið sé þetta sambúðarform eða hvort það sé neyðarúrræði, en í slíkri fjarbúð fer annar aðilinn reglulega út af heimilinu í ákveðinn tíma, frá einni viku upp í mánuði. Almenn skilgreining á hugtakinu fjarbúð er að viðkomandi hjón eða par búi þannig að miklar fjarlægðir skilji einstaklingana að. Í þessari ritgerð verður fjarbúð para/hjóna á Íslandi könnuð út frá kjarnafjölskyldum, pörum/hjónum sem deila lögheimili, fjárhag og uppeldi barna. Fjarbúð er í dag algengt sambúðarform en nánar verður fjallað um hana sem samtímfyrirbæri í hluta 2.4. Skoðuð var umfjöllun og skrif um þennan málaflokk með því að rýna í þá orðræðu sem hefur skapast í samfélaginu. Auk þess voru tekin viðtöl við pör/hjón sem eru í fjarbúð og þannig bætt við þá þekkingu sem þegar er til staðar um forsendurnar að baki slíkri ákvörðun. Leitast var við að svara því hvort einhver fjárhagslegur ávinningur sé af því að vinna fjarri heimili og/eða hvort því fylgir aukinn kostnaður. Skoðað var hvernig tæknin auðveldar fólki í fjarbúð samskipti. Þátttakendur eru hjón/pör sem eru í fjarbúð. Um er að ræða fimm hjón/pör. Í viðtölunum voru það ýmist karlmennirnir eða konurnar sem fóru til vinnu fjarri heimili um lengri eða skemmri tíma í senn. Rætt var við pörin sitt í hvoru lagi og því voru alls tekin tíu djúpviðtöl.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að viðhorf til fjarbúðar hafi verið að breytast hin síðari ár og fjarbúð sé að verða algengara sambúðarform. Hún gefur fólki tækifæri til að sækja vinnu og nám fjarri heimabyggð. Fram kemur að fjarbúð getur haft jákvæð áhrif á hjónabandið, en traust og dagleg samskipti eru forsendur þess að fjarbúðin gangi vel. Tilvalið væri að skoða hvort langtímafjarvera annars foreldris hafi einhver áhrif á líðan barna.
    Lykilorð: Fjölskylda, hjónaband, fjarbúð, samskiptaform.

Samþykkt: 
  • 8.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugtakið fjarbúð - Copy.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna