is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19591

Titill: 
  • Forsetakosningarnar 2012: Var kosið um persónur eða stjórnskipan ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslensku forsetakosningarnar þann 30. júní árið 2012 voru merkilegar fyrir margar sakir en þó helst tvennar, sitjandi forseti fékk óvenju lágt hlutfall atkvæða vegna sterkra mótframboða en einnig var óvenju mikið deilt á og um eigindlegt hlutverk embættis forseta Íslands. Skiptust fylkingar í tvo andstæða póla í afstöðu sinni, frambjóðendur jafnt sem kjósendur.
    Meginmarkmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvað íslensku forsetakosningarnar árið 2012 snerust um og hvað kjósendur höfðu í huga á kjördaginn sjálfan. Hvort kusu Íslendingar að hafa valdalausan forseta sem helst bæri að vera sameiningartákn innan íslenskrar stjórnsýslu eða var kosið um forseta sem yrði virkt afl innan íslensku stjórnsýslunnar með tilheyrandi afskiptum á hinu pólitíska sviði stjórnmálanna? Ríkir hér í reynd samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þingræði eða forsetaþingræði? Skoðuð verður stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, kannanir, umræður í fjölmiðlum og kappræður frambjóðenda.
    Úrslit kosninganna gefa vísbendingar um að kosinn hafi verið forseti sem ætlað var meira verk innan stjórnsýslunnar en áður hafa verið gerðar kröfur til. Kjósendur hafi því kosið forseta sem ætti að vera virkt afl innan stjórnsýslunnar en einnig er hægt að fullyrða að Ólafur Ragnar Grímsson hafi hlotið kjör út frá viðhorfum almennings um persónueinkenni hans þar sem reynsla, þekking, menntun og hæfni í samskiptum við erlenda aðila vógu þungt.

Samþykkt: 
  • 8.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsetakosningarnar 2012 pdf.pdf467.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna