en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19592

Title: 
  • Title is in Icelandic Réttarvernd gegn nærgöngulli myndatöku í íslenskum rétti í ljósi norræns réttar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Möguleikar til brota gegn friðhelgi einkalífs með notkun tækja hafa stóraukist. Ein birtingarmynd þessara möguleika er myndataka. Snjallsímar, flygildi og Google-gleraugu gera óprúttnum aðilum auðveldara fyrir til brota gegn friðhelgi einkalífs en áður. Myndataka á almenningsfæri er að meginstefnu til heimil. Frelsi manna til að taka mannamyndir, í rýmum þar sem rétturinn til friðhelgi einkalífs er ríkari en ella, er takmarkað af reglum um friðhelgi einkalífs.
    Ritgerð þessi fjallar um þá réttarvernd sem friðhelgi einkalífs manna er veitt, gegn nærgöngulli myndatöku, í íslenskum rétti. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er vikið að þeirri vernd sem 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu veitir mönnum gegn nærgöngulli myndatöku. Einnig verður dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins um myndvernd skoðuð. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður vikið að þeirri refsivernd sem mönnum hefur verið veitt gegn myndatöku í norrænum rétti. Lögð er áhersla á að skoða tilefni lagasetningar á Norðurlöndunum og hversu víðtæka refsivernd ákvæðin veita. Sérstaklega verður vikið að löggjöf um nærgöngula myndatöku í sænskum rétti, sem tók gildi í Svíþjóð árið 2013, en hugmynd að ritgerð þessari kviknaði í skiptinámi vorið 2013, er höfundur var við nám í Uppsala háskóla. Í niðurstöðu ritgerðarinnar verður leitast við að svara því hvort réttarvernd í íslenskum rétti er nægileg, þegar kemur að vernd friðhelgi einkalífs gegn nærgöngulli myndatöku.

Accepted: 
  • Sep 8, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19592


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Réttarvernd gegn nærgöngulli myndatöku í íslenskum rétti.pdf1.03 MBLocked Until...2050/11/11HeildartextiPDF