is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19595

Titill: 
  • Áhrif fangelsisvistar á kvenfanga og fjölskyldur þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um kvenfanga á Íslandi og áhrif fangelsisvistar á fanga og fjölskyldur þeirra. Markmið þessa verkefnis er að auka þekkingu og áhuga á málefnum kvenfanga og aðstandenda þeirra á Íslandi.
    Aðeins um 5% fanga á hverjum tíma eru konur en margt bendir til að konum sem stunda afbrot sé að fjölga. Helstu brotin sem konur fremja eru auðgunarbrot/skjalabrot og fíkniefnabrot. Ritgerðin fjallar um tengslakenningar og stimplunarkenningar og áhrif þeirra. Rætt er um mikilvægi fjölskyldu fyrir fangann og bakgrunnur kvenfanga er skoðaður. Fjallað er um mæður í fangelsum en 70% íslenskra kvenfanga eiga börn. Aðstaða kvennanna í Fangelsinu Kópavogsbraut 17 er skoðuð. Fjallað er um þær leiðir sem í boði er fyrir fjölskyldu og fanga til að viðhalda góðu sambandi meðan á afplánun stendur. Farið er yfir þann stuðning sem í boði er fyrir kvenfanga innan og utan fangelsisins. Í lok ritgerðarinnar er fjallað um áhrif fangelsisvistar á fangann og fjölskyldu hans í almennu samhengi og í ljósi tengsla- og stimplunarkenninga.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að fjölskyldur gegna mikilvægu hlutverki í að styðja fangann meðan á afplánun stendur. Áhrif fangelsisvistar á börn og aðstandendur fanga eru margþætt. Þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi getur það haft í för með sér upplausn innan fjölskyldunnar og breytt fjölskyldumynstur. Meðlimir fjölskyldunnar taka fangelsisvistina mis nærri sér. Áhrif vistarinnar á fangann sjálfann eru margvísleg en kvenfangar upplifa fleiri vandamál en karlfangar og finna oft fyrir miklu þunglyndi, sektarkennd og einangrun.Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak-pdf.pdf462.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna