is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19601

Titill: 
  • Titill er á þýsku Auf nach München. München als Landeskundeansatz im isländischen DaF-Unterricht
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þýskukennsla á Íslandi hefur upp á mörg viðfangsefni að bjóða. Eitt þeirra er „Landeskunde“ eða kynning á landi og þjóð þýska málsvæðisins. Í þessari ritgerð verður þetta viðfangsefni kynnt með hliðsjón að borginni München. Fyrst verður farið yfir hugtakið „þýska sem erlent tungumál á Íslandi“ eða „Deutsch als Fremdsprache“ eins og það er kallað. Svo verða aðferðir í tungumálakennslu kynntar. Einnig verður stiklað á stóru yfir það hvernig þýskukennslu er háttað á Íslandi, sem og markmiðum hennar. Síðan verður farið yfir færniþættina lestur, hlustun, ritun og tal í tungumálakennslu og hvernig hægt er að flétta þessa grunnþætti inn í „Landeskunde“ - kennslu.
    Í þriðja hluta ritgerðarinnar verður síðan þessi tiltekna undirgrein þýskukennslunnar skilgreind og farið verður yfir það hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi. Kynnt verða viðfangsefni greinarinnar og hvernig hægt er að tengja grunnfærniþættina við þennan hluta þýskukennslunar.
    Í síðasta hluta ritgerðarinnar verður borgin München kynnt til sögunnar. Markhópur námsefnisins er kynntur og sýnt verður hvernig hægt er að nota München sem kennsluefni fyrir framhaldsskólanema á síðasta námsári þeirra. En hugmyndin er að nemendur skipuleggi ferð til München og noti kennslutímana til að fræðast um borgina og læra að nýta sér veraldarvefinn til upplýsingaöflunar. Loks koma svo hugmyndir að verkefnum og æfingum, sem ættu bæði að vekja áhuga hjá nemendum sem og löngun til að heimsækja Þýskaland.

Samþykkt: 
  • 8.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19601


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf479.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna