is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19612

Titill: 
 • Er forníslenska fornafnafellimál? Um núllfrumlög í fornu máli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar eru frumlagsnúlliðir (e. null subject) í íslensku á hinum ýmsu málstigum. Þetta efni þykir einkum athyglisvert vegna þess að hægt er að tengja það við aðrar meiriháttar setningafræðilegar breytingar sem orðið hafa í sögu íslenskunnar.
  Efnisskipan ritgerðarinnar er á þá leið að í fyrsta kafla verða hugmyndir fræðimanna í tímans rás um frumlagsnúlliði kynntar og sagt verður frá því helsta sem haldið hefur verið fram um eðli þeirra. Rætt er um kenninguna um lögmál og færibreytur (e. principles and parameters) sem útgangspúnktur þessara rita. Einnig er lítillega vikið að flokkun tungumála með tilliti til þessa út frá málgerðarfræðilegu sjónarhorni.
  Í öðrum kafla er fjallað um hvernig núllfrumlög birtast í íslensku. Fyrst er hugað að nútímamálinu. Þá er farið í saumana á dreifingu núllfrumlaga á eldri málstigum og fjallað ítarlega um mismunandi gerðir þeirra. Í þriðja kafla er farið yfir nokkrar kenningar sem settar hafa verið fram til að útskýra hegðun þessara liða. Þá er einkum stuðst við greiningu Halldórs Ármanns Sigurðssonar (1993) en einnig verða greiningar fræðimanna er varða núllfrumlög í náskyldum málum teknar fyrir. Eins er hugað að textavísandi (e. discourse oriented) málum og staða íslenskunnar í því sambandi.
  Í fjórða kafla er gerð tilraun til að skýra í megindráttum ástæðu þess að flestar gerðir núllfrumlaga hurfu úr íslensku, að svo er virðist skyndilega, á 19. öld. Þetta gerðist samfara öðrum málfræðilegum kerfisbreytingum. Þar ber helst að nefna hvarf SA (e. OV) orðaraðar en hún virðist hafa horfið á svipuðum tíma og vísandi núllliðir. Fyrst er rætt aðeins um málbreytingar frá almennu sjónarhóli en þá er vikið að kenningum fræðimanna um breytingar færibreytna. Eins er skýrt frá tilgátu Þorbjargar Hróarsdóttur (2011) þess efnis að núllliðir og AS-orðaröð meðal annarra málbreytinga megi rekja aftur til umfangsmikilla breytinga í íslensku samfélagi á 17. og 18. öld og þess málumhverfis sem þar skapaðist. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman.

Samþykkt: 
 • 9.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_skil_JordanChark.pdf769.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna