is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19614

Titill: 
  • Menntunar- og hæfniskröfur íslenskra stjórnenda - Hvaða kröfur eru gerðar til íslenskra stjórnenda í starfsauglýsingum?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikill vöxtur, örar breytingar og aukin þátttaka íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni undanfarin ár hafa aukið kröfur um faglega forystu og stjórnun. Mörg íslensk fyrirtæki hafa alþjóðavætt starfsemi sína og býður hnattvæðingin upp á möguleika sem ekki voru fyrir hendi áður. Fagleg forysta og öflug stjórnun er nauðsynleg til að fyrirtæki geti haldið velli á tímum þar sem allt er breytingum háð og mikil samkeppni er um markaði, mannauð og þekkingu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða kröfur voru gerðar um hæfni og menntun í starfsauglýsingum fyrir stjórnendur á Íslandi árin 2007, 2012 og 2013. Þeir stjórnendahópar sem voru til skoðunar voru forstjórar/æðstu stjórnendur, framkvæmdastjórar, fjármála-stjórar/rekstrarstjórar og starfsmannastjórar/mann-auðsstjórar. Safnað var gögnum úr atvinnublaði Fréttablaðsins og notast var við innihaldsgreiningu til að greina og flokka gögnin og draga upp mynd af því hvaða menntunar- og hæfniskröfur voru settar fram, hvort breytingar hafi orðið milli ára og hvort munur væri milli atvinnugreina. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að íslensk fyrirtæki sem auglýsa eftir stjórnendum leiti að einstaklingum sem búa hvort tveggja yfir eiginleikum stjórnandans og leiðtogans og eru kröfur um sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð, þekkingu og/eða reynslu í stjórnun og rekstri ásamt samskiptafærni og leiðtogafærni ofarlega á blaði. Krafan um leiðtogafærni var mjög algeng þegar forstjórastöður voru auglýstar, nokkuð algeng þegar framkvæmdastjórastöður voru auglýstar en sjaldgæf hjá öðrum hópum. Aukning var á kröfum um háskólamenntun sem nýtist í starfi fremur en einni tiltekinni menntun og telja höfundar að það megi skýra með fjölbreyttara úrvali af háskólamenntun í skólum landsins hin síðari ár. Þegar aðkoma ráðningarfyrirtækja er skoðuð er athyglisvert að hún minnkar um 11 prósentustig milli áranna 2007 og 2013, sem skýra mætti með sparnaði fyrirtækja á þessu sviði eftir hrunið.

Samþykkt: 
  • 9.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Menntunar- og hæfniskröfur íslenskra stjórnenda.pdf410.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna