is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1963

Titill: 
  • „Það gengur allt út á lestur og skrift“: líðan nemenda með leshömlun og hugmyndir þeirra um námsval og framtíðarmöguleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Góð lestrarfærni er talin grundvöllur náms og þátttöku í nútímaþjóðfélagi. Slök lestrarfærni getur haft áhrif á námsmöguleika nemenda og þar með atvinnutækifæri síðar meir þar sem mörg störf byggja á góðri lestrarfærni. Þekking á námserfiðleikum nemenda með leshömlun hefur aukist frá því sem var í upphafi 20. aldarinnar þegar oft var litið svo á að þessir nemendur gætu ekki lært á bókina. Um þessar mundir ríkir almennt skilningur á því að nemendur með leshömlun geti lært til jafns á við aðra ef námið er lagað að þörfum þeirra og styrk.
    Í rannsókninni sem hér um ræðir var rætt við nemendur með leshömlun í efri bekkjum grunnskóla í því augnamiði að skoða hugmyndir þeirra um það hvort þeir telji að hömlunin hafi áhrif á: a) námsval þeirra eftir að grunnskóla lýkur, b) hugmyndir þeirra um framtíðarmöguleika í námi og c) líðan þeirra í skólanum.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar sýndi að viðmælendur mínir voru oft óviss um áhrif leshömlunarinnar á nám þeirra, framtíðarmöguleika og líðan. Þeir virtust telja að mikil áhersla á bóklegar greinar sem byggðu á lestri og skrift skerti möguleika þeirra til að ná árangri í námi. Ennfremur töldu þeir að hæfileikar þeirra á sviði list- og/eða verkgreina fengju ekki að njóta sín þar sem lítið framboð væri á þessum greinum í skólunum. Viðmælendur mínir voru annars vegar vissir um að þeir réðu við námið en hinsvegar efuðust þeir um getu sína. Í ljós kom að leshömlun getur haft áhrif á væntingar um framtíðarmöguleika í námi. Helsta ástæða þess er að nemendurnir áttu allir í miklum erfiðleikum með lestur og skrift en mikil áhersla er jafnan á þessa tvo þætti í námi. Niðurstöður benda jafnframt til þess að nemendum líði stundum illa í skólanum vegna lestrarerfiðleikanna og verði óvirkir í námi vegna námskrafna sem þeir virtust oft ekki ráða við. Hér virtist vera um að ræða góða og hæfileikaríka nemendur sem ekki fengu nægilega aðstoð í námi og efuðust stundum um eigin getu vegna hindrana sem leshömlunin olli þeim. Niðurstöðurnar gefa til kynna að viðmælendur mínir gætu náð góðum námsárangri ef námskröfur væru betur lagaðar að hömlun þeirra.

Samþykkt: 
  • 13.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_meistaraprófsritgerð.pdf327.29 kBOpinn"Það gengur allt út á lestur og skrift" - heildPDFSkoða/Opna