is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19638

Titill: 
  • Áhrif lesblindu á fullorðna einstaklinga, nám þeirra og starfsferil
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynsluheim fullorðinna lesblindra einstaklinga af skólagöngu og skoða hvernig lesblindan hefur áhrif á þróun náms- og starfsferils. Einnig var markmið að kanna hvernig einstaklingar upplifa stuðningsúrræði fyrir lesblinda sem kallast Aftur í nám. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar fyrirbærafræðilegrar rannsóknar sem unnin var á árunum 2013-2014. Þátttakendur í rannsókninni voru sjö lesblindir einstaklingar sem höfðu lokið þátttöku á námskeiðinu Aftur í nám sem haldið var á Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Mími símenntun. Tekið var eitt djúpviðtal við hvern þátttakanda til að fá innsýn inn í hans reynsluheim. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ákveðnar vísbendingar um hversu mikil áhrif lesblinda hefur á líf fólks ef það fær ekki viðeigandi stuðning. Grunnskólaárin reyndust þátttakendum erfið vegna námserfiðleika sinna sem drógu úr sjálfsáliti þeirra og trú á eigin getu. Þessi neikvæða reynsla hafði mótandi áhrif á viðhorf þeirra varðandi nám og störf fram á fullorðinsár og gat virkað sem hindrun í náms- og starfsvali. Það að fá sérhæfðan stuðning á fullorðinsárum við lesblindu á námskeiði eins og Aftur í nám hafði jákvæð áhrif fyrir þátttakendur. Það að ná bættum árangri í lestri og lesskilningi, ásamt því að fá skilning á lesblindunni leiddi til þess að einstaklingarnir urðu öruggari með sig og öðluðust meiri trú á eigin getu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif lesblindu á fullorðna einstaklinga, nám þeirra og starfsferil.pdf1.85 MBLokaður til...01.01.2040HeildartextiPDF