is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19639

Titill: 
 • Er það leikur að læra að lesa? : viðhorf leikskólakennara til eflingar bernskulæsis
 • Titill er á ensku Is learning to read a child's play? Preschool teachers' views and ideas on promoting emergent literacy
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna viðhorf leikskólakennara til bernskulæsis í leikskólum í þeim tilgangi að athuga hvort efla mætti þætti bernskulæsis á markvissari hátt en nú er gert og með hvaða hætti mætti gera það að mati leikskólakennara. Rannsóknin var blönduð rannsókn þar sem gögnum var annars vegar safnað með spurningakönnun sem send var rafrænt til 600 leikskólakennara í gegnum Kennarasamband Íslands og hins vegar með viðtölum við tíu reynda leikskólakennara.
  Ein helsta niðurstaða þessarar rannsóknar er að meirihluti þátttakenda telur að vinna eigi á markvissari hátt með bernskulæsi í leikskólum en nú er gert. Athygli vekur að þátttakendur í rannsókninni töldu að vinna með bernskulæsi ætti að fara fram á öllum vígstöðvum, það er í frjálsum leik barnanna, kennslufræðilegum leik og í skipulegu starfi. Frjálsi leikurinn naut mests álits, þá kennslufræðilegi leikurinn og síðast skipulega starfið, en þó voru um þrír af hverjum fjórum á þeirri skoðun að skipulegt starf ætti að gegna hlutverki í vinnu með bernskulæsi í leikskólum. Flestir þátttakendanna segjast einnig vera að vinna með þætti bernskulæsis í kennslufræðilegum leik og í skipulögðu starfi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til þess að leikskólakennarar meti það svo að þörf sé á vettvangi fyrir tengsl og samvinnu á milli leikskólakennara þar sem unnið væri að því að móta sameiginlega sýn um eflingu bernskulæsis í leikskólum. Þátttakendur töldu líklegast að þeir myndu notfæra sér fyrirlestra eða símenntun og vefsíðu með hugmyndabanka og samskiptasvæði á netinu sem slíkan vettvang, en nefndu einnig ósk um samstarfsvettvang um bernskulæsi innan hverfa eða sveitarfélaga þar sem leikskólakennarar gætu borið saman bækur sínar og jafnvel fengið utanaðkomandi fræðslu.
  Vandinn við kannanir eins og þessa er sá að þátttakendur sem hafa áhuga á viðfangsefninu eru líklegri til að taka þátt í könnuninni en aðrir. Þar með verður alltaf viss hætta á að niðurstöður könnunarinnar séu skekktar. Svarhlutfall í könnuninni var 31%, en vert er að nefna að þar sem úrtakið var mjög stórt, eða 600 af 2.300 leikskólakennurum í landinu, þá nam svarhlutfallið 8% af þýðinu. Þar sem megindlegri rannsókn var fylgt eftir með viðtölum við lykilpersónur á þessu sviði var hægt að dýpka umfjöllunina verulega. Næstu skref gætu verið að koma á fót samstarfsvettvangi leikskólakennara um bernskulæsi þar sem þeir gætu komið sér saman um hlutverk bernskulæsis innan leikskólanna.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research was to learn about the views of preschool teachers on emergent literacy, and if and how one could boost development of individual components of emergent literacy through play or more formal instruction at the preschool level. The term emergent literacy covers the development of important aspects of the foundations for literacy, before formal instruction commences at elementary school level. This research has its roots in the debate currently going on in society on the declining PISA scores of Iceland’s youth and the mass of research that points to the importance of the preschool years for development of literacy. Also, the research takes encouragement from the emphasis placed on emergent literacy by public bodies at national and municipal level. A mixed research methodology was deployed whereby data was gathered through a web-based poll from a sample of 600 preschool teachers, supported by subsequent in-depth interviews of ten seasoned teachers from preschools that are considered to be exemplary in their work with emergent literacy.
  The key findings of the research is that the teachers feel very strongly that work with the elements of emergent literacy must be brought into much sharper focus at the preschool level. Furthermore, the research found that while teachers say that they prefer to work with emergent literacy through play, they in fact report widespread practice of semi-formal (educational play) and more formal instruction. The research also brings out the need for support to the teachers to help them coming better to grips with the challenges posed by emergent literacy support at the preschool level. The polling shows strong support for development of a community of practice, with particular interest in such elements as a web based repository of tools and case studies, local face-to-face forums, lectures and continuous education opportunities.

Samþykkt: 
 • 9.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Sigurðardóttir MA - Bernskulæsi.pdf3.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna