is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19643

Titill: 
  • Áhrif beinnar kennslu á orðaforða og lesskilning unglinga með ADHD
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið ,,Áhrif beinnar kennslu á orðaforða og lesskilning unglinga með ADHD” er 40 eininga rannsóknarverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed. gráðu í sérkennslufræðum við uppeldis- og menntunarfræðideild við Háskóla Íslands
    Í fræðilega hluta verkefnisins er fjallað um hugtakið læsi, helstu þætti lestrar en í framhaldi þeirrar umfjöllunar er síðan lögð megináhersla á lesskilning og vandamál tengd honum, taugafræðilegu röskunina ADHD og kennsluaðferðina bein kennsla. Gengið er út frá rannsóknarspurningunni ,,er hægt að efla orðaforða og lesskilning unglinga með taugafræðilegu röskunina ADHD með beinni kennslu?“. Þátttakendur í rannsókninni voru þrír og voru þeir allir með ADHD og langa sögu um erfiða hegðun í skóla. Markmið rannsóknarinnar var að auka lesskilning þátttakenda með því að kenna þeim að greina þjóðsögur samkvæmt söguramma, skrifa útdrátt úr þeim og efla orðaforða þeirra með beinni kennslu. Rannsóknin fór fram í sérskóla í Reykjavík og stóð yfir í sex vikur. Í henni var beitt einliðasniði og skiptist hún niður í fjóra þætti; forprófun, inngrip, eftirprófun og endurheimt. Frumbreyta rannsóknarinnar var bein kennsla en fylgibreytan var árangur af vinnu þátttakenda við að leysa verkefni í sambandi við söguramma og úrdrátt og orðaforða sem voru lögð fyrir nemendur eftir að þeim hafði verið kennt samkvæmt beinni kennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu afdráttarlaust til þess að bein kennsla hafi jákvæð áhrif á orðaforða og lesskilning unglinga með ADHD. Frammistaða nemenda við verkefnin tengd orðaforða og lesskilningi var talsvert betri eftir inngrip kennara en fyrir. Frammistaða þeirra í eftirprófun og endurheimt var einnig talsvert betri en í forprófuninni sem bendir til þess að nemendur hafi lært talsvert og tileinkað sér færnina við að læra nýjan orðaforða og öðlast betri skilning á því sem þeir lásu. Niðurstöður rannsókninnar eru í góðu samræmi við ýmsar aðrar rannsóknir sem benda til að bein kennsla sé meðal árangursríkustu kennsluaðferða til að efla orðaforða og lesskilning nemenda.

Samþykkt: 
  • 9.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur Einarsson.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna