is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19646

Titill: 
 • Að skilja eftir græn spor : um sjálfbærninámsefni og mótun gildismats
 • Titill er á ensku Leaving behind green footprints : educational material for sustainability and changing values
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um hvers konar verklag og viðfangsefni stuðla að sjálfbærnimenntun annars vegar og hins vegar hvers konar námsefni eða stuðningsefni kennarar þurfi að hafa aðgang að til að hafa áhrif á gildi og viðhorf nemenda til langs tíma. Í þessu samhengi er stuðst við þá staðreynd að breytt viðhorf leiða af sér breytta hegðun, en ekki þekking ein og sér.
  Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýjum áherslum í aðalnámskrá og lýtur að umhverfi, efnahag, samfélagi og velferð en tengist einnig þáttum á borð við lýðræði, mannréttindi, heilbrigði, efnahagsþróun og jafnræði allra jarðarbúa. Aðferðir lífsleikni, sem snúa að félagslegri virkni og samskiptum, verða hafðar til grundvallar í umfjölluninni og sú staðreynd að hegðun okkar ákvarðast af eigin gildismati og viðhorfum. Umfjöllunin tengist einnig hugmyndum úr heimspeki og siðfræði þar sem dygðir eru í fyrirrúmi.
  Niðurstaðan bendir til þess að ákjósanlegt verklag feli í sér þátttöku nemenda þar sem þeir hafi áhrif á hvað þeir læra og hvernig. Viðfangsefni þeirra eiga að tengjast nærumhverfi þeirra og samfélagi en taka um leið mið af því sem gerist í umheiminum. Þjálfa þarf nemendur í því að skipuleggja eigin viðfangsefni, beita gagnrýninni hugsun, takast á við þrautir, vinna með álitamál og meta mögulegar lausnir. Líta þarf á skóla sem lærdómssamfélag þar sem hvert grænt spor í átt að meiri sjálfbærni telur og samvinna starfsmanna og nemenda er í öndvegi með öfluga skólastjórnendur sem leiðtoga.
  Námsefni sem gagnast kennurum sem vilja stuðla að sjálfbærnimenntun ætti að fela í sér samþætt viðfangsefni þar sem reynt er á ólíka hæfni nemenda. Ekki þykir vænlegt að skrifa nýjar kennslubækur með afmörkuðu efni eða einhæf verkefni þar sem slíkt samræmist ekki forsendunni að sjálfbærnimenntun taki mið af nærumhverfi nemenda og aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.

 • This thesis explores what kind of techniques and subject matters promote sustainability in education and what kind of curriculum or support material teachers must have access in order to be able to influence students’ values and beliefs in the long run. The fact that changes in attitudes result in changes in behaviour is examined from this perspective.
  Sustainability is one of the fundamental aspects of education, according to the new emphases in the national curriculum in Iceland, and it involves the environment, the economy, our community and welfare but also relates to factors like democracy, human rights, health, economic development and equality world-wide. The main focus will be on methods in civic teachings that relate to social activities and communication in addition to the fact that behaviour is determined by values and beliefs. The discussion also draws on ideas from both philosophy and ethics with virtues as a focal point.
  The conclusion suggests that optimal procedures involve active participation from students where they influence both what and how they learn. Their subject matter should be connected with their immediate environment and community but also be affiliated with the wider world. Students must get practice in organising their own subject matters, applying critical thinking, engaging problems, working with issues and evaluating possible solutions. It is important to view the school as a learning community where every green step towards increased sustainability counts, and cooperation between teachers and students is considered top priority with a strong school administration and leaders.
  The curriculum material for teachers that wish to work with sustainability in education is characterised by integrated assignments where students get opportunities to develop different competences. It is unlikely that making textbooks with limited topics or repetitive tasks are useful when working with sustainability in education since it requires taking notice of students’ local context and situation.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.pdf965.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna