is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19651

Titill: 
 • Gildi og áherslur skólastjóra í grunnskólum í Reykjavík
Útgáfa: 
 • Ágúst 2014
Útdráttur: 
 • Gildi skólastjóra eru talin hafa áhrif á allt skólasamfélagið – skólabrag og nám og kennslu – og gefa vísbendingu um áherslur skólastjóra, sem verða leiðarljós kennara og starfsmanna. Það sem helst virðist sameiginlegt með skólastjórum, sem náð hafa að bæta skólastarfið og árangur nemenda, eru persónuleg gildi á borð við umhyggju fyrir starfsfólki og nemendum, og fagleg gildi, eins og þau að skólinn eigi að hafa hagsmuni nemenda í fyrirrúmi og að allir nemendur geti náð árangri, ásamt skýrri sýn á skólastarfið (Leithwood, Day, Sammons, Harris og Hopkins, 2006).
  Rannsókn þessi er byggð á viðtölum við skólastjóra í 22 grunnskólum í Reykjavík. Viðtölin voru tekin þegar heildarmat á skólunum fór fram. Markmiðið var að draga fram hvernig skólastjórar líta á hlutverk sitt sem faglegir leiðtogar í skólastarfi, greina áherslur þeirra í starfi og gildi sem þeir leggja til grundvallar í starfi sínu. Einnig voru athuguð tengsl þeirra við kennara og kannað hvernig þeir virkjuðu millistjórnendur til faglegar forystu eða fælu þeim hlutverk í því að leiða faglegt starf og umræður og mynda tengsl milli kennara og skólastjóra um þróun náms og kennslu.
  Greining á viðtölunum leiddi í ljós þrjá lykilþætti í stjórnunarháttum skólastjóra. Þeir eru áhersla á faglegt forystuhlutverk, áhersla á árangur nemenda og umhyggja fyrir velferð og líðan nemenda og starfsfólks. Niðurstöður benda til þess að um helmingur viðmælenda líti á það sem sitt meginhlutverk að beita sér sem faglegir leiðtogar í skólastarfi og rúmlega þriðjungur leggi mesta áherslu á nám og árangur. Í skólum þar sem styrk fagleg forysta er fyrir hendi birtist það meðal annars í því að millistjórnendur eru tengiliðir milli skólastjóra og kennarahópa. Aðeins tveir skólastjóranna tengjast námi og kennslu með heimsóknum í skólastofur og endurgjöf til kennara.
  Styrkur skólastjóranna virðist felast í þeirri umhyggju sem þeir bera fyrir starfsfólki og nemendum og birtist greinilega í viðtölunum. Umhyggja skólastjórans birtist í stuðningi við starfsfólk og nemendur og í sumum tilvikum verður hún megineinkenni stjórnunarhátta, en styðjandi forysta (e. supportive leadership) einkennist af því að stjórnandi leggur áherslu á mikilvægi einstaklinga í hópnum, líðan og tilfinn-ingar. Helsti veikleikinn í störfum skólastjóranna, sem fram kemur í rannsókninni, er að sumir þeirra sinna lítið eða ekki faglegri forystu og hafa lítil tengsl við kenn-ara að því er varðar nám og kennslu, auk þess sem millistjórnendur undir þeirra stjórn, ef um þá er að ræða, hafa óljóst faglegt hlutverk. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að hún sýnir fram á að styðja þurfi skólastjóra til að verða þeir faglegu stjórnendur sem ákvæði laga gera ráð fyrir og sem fræðin
  telja að leiði til besta árangurs í skólastarfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The values, that principals hold, invariably influence the school community as a
  whole, the ethos of the school, as well as teaching and learning in the classroom.
  The principal’s values indicate his or her emphases, which become a guiding
  light for teachers and staff in their daily practice. Common factors among principals
  who have succeeded in improving students’ achievement seem to include
  the principal’s personal values, such as caring for students and staff; his or her
  professional values, such as placing students’ interests first; his or her view, that
  all students can be successful; and whether he or she has a vision for the school
  (Leithwood, Day, Sammons, Harris og Hopkins, 2006).
  Principals who are supportive also hold the view, that decision making and
  authority should be shared in their schools. The supportive principal or leader
  encourages cooperation and team work (Hord, 2008; Hoy og Miskel, 2013; Keith,
  2008). The principals’ caring is evident in the support they give to students and
  staff, which is in some schools appears to be the main object of their leadership
  (Lambert, 2006).
  This research is based on interviews with principals in 22 compulsory schools in
  Reykjavik. The interviews were analyzed in search for answers to the following
  questions: How do the principals view their role as school leaders? What values
  do they hold? Who leads the professional discussion in their schools? What role
  do they give department leaders (middle managers) in building reciprocal connections
  between teachers and principals? Finally, since teaching and learning
  are at a school’s core, we asked how the principals connect to teachers.
  Middle managers as leaders of departments and teacher teams represent a relatively
  recent development in Icelandic schools, so their roles have not been
  carefully defined and the definitions involved differ from school to school. Laufey
  Hreiðarsdóttir (2002) observes that their leadership role needs to be strengthened
  and become an integrative part of team leadership in their schools.
  Analysis of the interviews revealed three key values that principals hold:
  professional leadership, students’ academic achievement, and the well being of
  students and staff. The findings indicate that half of the principals interviewed
  consider professional leadership to be their main responsibility in the leadership
  role. About a third of them consider students’ academic achievement to be their
  main concern. Only two of the 22 principals regularly visit classrooms to observe
  and monitor teaching and learning and give feedback to teachers. All the
  principals interviewed expressed an emphasis on the wellbeing of students and
  staff and the feeling of responsibility for their welfare.
  The main implication of this study is that the principals in Reykjavik compulsory
  schools need support to strengthen their role as professional leaders with a
  focus on student learning and development. They need considerable support in
  order to develop their role in this direction.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Tengd vefslóð: 
 • http://netla.hi.is/greinar/2014/ryn/001.pdf
Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gildiogáherslur.pdf383.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna